Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 88
86
„Ok þá skulu þit spretta gjgrðunum hennar; skal Dagr þat gera
ok láta, sem hann gyrði hestinn, er þér komið at lœknum, ok
reiðið hana af baki, svá at hon falli (í) lœkinn ofan ok svá þau
bæði, en hafið með ykkr hestinn.“
Dagur segir við Þuríði, að fylgdarmaður hennar „hefir ekki
svá vel gyrt hest þinn“, og sagan heldur áfram:
„Gyrtu betr þá hestinn en áðr er,“ segir hon, „ok fylg mér
síðan.“ Hann tekr nú ok sprettir gjprðunum af hesti kerlingar,
rekr þau bæði af baki í Faxalœk, sem þeim var boðit.
Ásgeir Blöndal Magnússon hefur lagt til, að rétt orðmynd
gæti verið Eykiarðr (kk.), samsett af eyki (hvk.) og -harðr,
þ.e. „hestur, dráttarklár“.‘ Pessi tilgáta er góðra gjalda verð.
En þar sem sagan sjálf klifar á sögnunum að gyrða og spretta
af hestinum, er freistandi að tengja þær athafnir við nafnið.
Fyrri liður væri eykr (kk.), sbr. „eykhestur“, og síðari liður
væri ef til vill -gjarðr (fremur en -gyrðr, -gyrðir eða -gerðr.).
Eftir þessu væri heitið Eykgjarðr og væri haft um „velgyrtan
hest“. Þess ber að geta, að fyrir kemur lo. lausgyrðr um hest.
Orðið gjqrð er stakorð í lausamáli íslendingasagna, en bregð-
ur fyrir í öðrum fornsögum. Nafnið Eykgjarðr hentaði anda
sögunnar, því að fall Þuríðar yrði þá enn háðulegra en ella.
Gallinn við þessa skýringu er sá, að vöntun er á hliðstæðri
orðmynd. Hér er giskað á, að nafnið sé nýyrði höfundar og
ókennileiki þess hafi valdið misritun skrifara.
Sprett er gjörðum af hesti Þuríðar í Faxalœk, sem er ekki
réttilega staðsettur í sögunni. Um þetta segja útgefendur:
Að vísu er lækur þessi samkvæmt sögunni á leiðinni milli Ás-
bjarnarness og Borgar, en Faxalækur, er svo heitir nú, er góðan
spöl fyrir sunnan Borg. En þar sem alls ekki getur verið um ann-
an læk að ræða á þessum slóðum, verður að telja, að söguritar-
inn hafi ekki vitað með vissu eða hirt um, að skýra nákvæmlega
frá því, hvar lækurinn var.1 2
1 Sjá íslensk orðsifjabók.
2 Hvs., 279 nmáls.