Studia Islandica - 01.06.1993, Side 46
II HUGMYNDAHEIMUR
Sá sem hyggst gera Heiðarvígasögu bókmenntaleg skil, verð-
ur að sökkva sér í söguna opnum huga til að brjóta hana til
mergjar og komast að sál hennar. Að mörgu er að hyggja.
Heiðarvígasaga hefur ekki aðeins sköpulag og orðfæri, sem
blasa við allra augum og höfða fyrirhafnarlítið til lesenda,
heldur og merkjamál og hugmyndakerfi, sem liggja ekki í
augum uppi.
Eins og búast má við, eru lyklar að sögu fólgnir í atvikum
hennar, orðræðu og persónum, en einnig í atburðarás og sam-
hengi. Einstök atriði vísa hvert á annað og bera uppi merking-
arvef sögunnar, en þau verða ekki greind til fullnustu nema
gefnar séu gætur að uppistöðu verksins. Gert er ráð fyrir, að
sumir staðir séu veigameiri en aðrir og þá sendi sagan frá sér
skilaboð, sem leggja eigi hlustir við. En líka er, ef vel á að
vera, full þörf á að sækja samanburðarefni til annarra rót-
skyldra sagna til styrktar rannsókninni. Slíkt er gert hér á
eftir, en hófs er gætt, því að hver saga ber fingraför síns höf-
undar. Af þessu leiðir, að skírskotanir til sambærilegra frá-
sagnaratriða í öðrum sögum eru valin nokkuð af handahófi,
þegar sérstök ástæða þykir til. Enginn vafi er á, að þessa
könnun mættr auka og bæta með fleiri dæmum bæði úr íslend-
ingasögum og öðrum fornum sögum.
Af þessu má marka, að megináhersla verður lögð á texta-
rýni, en þó verður af og til höfð hliðsjón af væntanlegum við-
tökum áheyrenda eða lesenda. Þó að mörg orð séu höfð um
hlutlægni sögustílsins, fer ekki hjá því, að höfundar lögðu sig
alla fram um að ná hlustum þeirra, sem á hlýddu.
Við þessa rannsókn hef ég séð mig tilneyddan til að taka
upp langar orðréttar frásagnir úr Heiðarvígasögu til að styðja
mál mitt. Með þessu er reynt á þolrif lesenda, en undan því