Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 52
50
grannt lagt hlustir við orð dýrlingsins og skynjað til fulls, hvað
undir bjó. Útleggingin hefur ekki getað dulist neinum. Þess
vegna verða ummæli Ólafs helga leiðarvísir og undirstaða við
bókmenntagreiningu Heiðarvígasögu. Hvað merkir í raun
lykilorðið forneskja í máli konungs?
Einar Ólafur Sveinsson lét í ljós þá skoðun, að ræða
konungs, þar sem hann ávítar Barða fyrir forneskju, „gæti
mælt með því, að söguritaranum sjálfum hafi þótt efnið held-
ur ókristilegt.“‘ Þetta á væntanlega að skilja svo, að söguritari
skrái ókristilegt frásagnarefni arfsagna án þess að ráða þar
nokkru um og sé að biðjast velvirðingar á því.
Það liggur alls ekki í augum uppi, hvaða skilning skuli leggj a í
ummælikonungs,þvíaðtextinnertorskilinn. Ógreinilegtengsl
og skipun setninga greiða ekki fyrir, og konungur er ekki ber-
orður um ávirðingar Barða, a.m.k. ekki svo, að síðari tíma
mönnum hafi verið þær fullljósar. Þar að auki koma orð hans
kynlega fyrir sjónir, af því að afstaða konungs er þversagnar-
kennd. Konungur kveðst meta Barða mikilssökumætternisog
vaskleika og vill því vera vinur hans, en samtímis vill konungur
ekki samneyta Barða, eins og hann væri heiðingi. Ólafur helgi
hrindir ekki vitandi vits vini sínum frá sér frekar en aðrir menn,
nema hann hafi stórlega til saka unnið. Vininum oghetjunni er
vísað á dyr. í þessu kemur fram einkennileg tvíræðni. Kon-
ungur rómar hetjuskap Barða, en áfellist hann fyrir misgerðir
hans. Barði hefur troðið villuveg.
Skýring P.E. Mullers á þessari furðulegu afstöðu konungs
var sú, að hann hefði synjað Barða veturvistar sökum þess, að
Barði hefði verið riðinn við galdra, og eftir því væri forneskja
höfð um „fjölkynngi“.1 2 Þessi skýring hefur aldrei verið dregin
í efa allar götur frá fyrra hluta 19. aldar, að því er ég best veit.
Hún hefur því þótt hitta naglann á höfuðið. Þar sem um
grundvallaratriði er að ræða, þykir mér einsýnt að taka upp í
heilu lagi athugagrein þá, sem um þetta efni er í íslenskum
fornritum:
1 Vatnsd., x nmáls.
2 P.E. Mtiller: Sagabibliothek I, 48.