Studia Islandica - 01.06.1993, Side 89
87
Miklu líklegri er síðari kosturinn, og hafa staðhættir vikið fyr-
ir skáldskapnum. Lækurinn þurfti að vera á næstu grösum við
Ásbjarnarnes. í skinnbókarbroti Heiðarvígasögu stendur
Saxalækur á báðum stöðum, þar sem hann er nefndur til sög-
unnar, en útgefendur eru í engum vafa um, að sú orðmynd sé
mislestur fyrir Faxalækur. Vera má, að þessi gamla skýring
eigi rætur að rekja til þeirrar hugmyndar, að lækurinn hafi
tekið nafn sitt af sneypuför Puríðar á hrossi sínu. En ekkert
mælir eindregið gegn því, að Saxa-lœkur sé hið upprunalega
nafn, enda er Faxa- kunnuglegri lesháttur {lectio facilior)}
Barði kveður svo að orði við heimamenn sína: „ok reiðið
hana af baki, svá at hon falli (í) lœkinn ofan.“ Sögnin að reiða
merkir hér „láta riða“. Þuríður riðar til og frá á lausgyrtum
hestinum, uns hún fellur í lækinn. Þetta leiðir aftur hugann að
orðum Ólafs helga: „ok verðr svá mikit rið at, ef ngkkut verðr
við blandit forneskju." Hugsanagangurinn er bundinn við
óhóf og fall. Forneskjan í líki Puríðar vill ríða í annan lands-
hluta til mannhefnda með sveini sínum, en hún riðar til falls í
Saxalæk, hinum mikla farartálma.
Flogið hefur að mér, að hin smánarlega ofanför Puríðar
hafi goðsögulega snertingu, og höfundur hæði Þuríði og gerð-
ir hennar með óbeinum skírskotunum til Þórs og afreka hans.
Þannig birti hann boðskap sinn.
Víðfræg er för Þórs til Geirröðargarða, sem frá er greint í
Þórsdrápu og Snorra-Eddu.2 Að sögn Snorra hafði Þór í þeirri
för hvorki hamarinn Mjöllni né megingjarðar. Þá léði gýgurin
Gríður honum þær auk annarra kostgripa. Snorri segir frá
1 Ekki kann ég að skýra örnefnið Saxalækur rneð óyggjandi hætti, en læt get-
gátu flakka. Hugsanlegt er, að Saxalækur væri dreginn af sax: „lítið sverð“,
sbr. 36. erindi Völuspár: „Á fellr austan/um eitrdalaIsöxum ok sverðum:/
Slíðr heitir sú.“ í Heiðarvígasögu eru mörg nöfn táknræn (sbr. Gullteigur)
og í annan stað sýnist brydda á áhrifum Völuspár á söguna, þegar hún segir
frá þeim friði, sem ríkti í Borgarfirði við komu Barða. Þessi tilgáta kæmi
með öðrum orðum heim við annað ívaf goðsagna í sögunni.
Turville-Petre: Myth and Religion ofthe North, 78-80. íslensk bókmennta-
saga I, 205-207.