Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 72
70
rænum einkennum brýningarinnar hér, heldur einungis vakin
athygli á, að meginþættir hennar eru framhvöt orða og áminn-
ing. Þetta eru hentug hugtök í fræðilegri umræðu.
Þegar gaumur er gefinn að eggjun Þuríðar, virðist skynsam-
legt að fara að dæmi Laxdælu og greina hana í tvennt: annars
vegar framhvöt orða með vísu og hins vegar áminning. Vísan
endurtekur í bragarformi framhvöt orða og hnykkir á þeim.
Meginhugsun vísunnar jafnt og lausa málsins er sú, að
Barði verði talinn huglaus og ættleri, nema hann hefni bróður
síns. Eigi man ég til þess, að eggjunarkonu verði vísa á munni
í íslendingasögu. Ég tel víst, að hugmyndin að yrkingunni sé
sótt til Eddukvæða og Þuríður sé látin njóta ætternis.
Tilvist þessarar dróttkvæðu vísu er nýjung, en sjálft yrkis-
efnið ekki.1 Orðaframhvöt Þuríðar er ekki ýkja þróttmikil
hvorki í tjáningu né stígandi, þegar borið er saman við um-
mæli Þorgerðar, móður hennar. Þeim fylgir meiri súgur, þótt
þau séu mælt fram á hógværari hátt, og þau bíta þeim mun
betur.
Kjarninn í frýju Þuríðar er áminningin. Hún er frumleg og
fyrirferðarmikil. Það er einsýnt, að höfundurinn leggur mikið
upp úr henni, enda hefur honum tekist vel til. Hin sögufræga
máltíð er sviðsetning og grind áminningarinnar. Engin ein-
stök orð, sem viðhöfð eru í matarboði Þuríðar, eru í sjálfu sér
torskilin líkt og ummæli Ólafs helga, en höfundur talar í lík-
ingum, sem nútímalesendur hafa ekki numið.
Þuríður reiðir fram uxaslátur og steina sonum sínum til
matar. Þuríður gat hvorki breitt út blóðuga skikkju né lín-
klæði líkt og Hildigunnur og Guðrún, þar sem Hallur var veg-
inn í Noregi, svo að Þuríður átti engar dreyrugar flíkur af syni
1 Merkasti skerfur Sigurðar Nordals til rannsókna á Heiðarvígasögu var án
efa sú niðurstaða hans, að sumar vísur sögunnar væru efalaust tilbúningur
sfðari tíma manna. Þar með var höfundi gefið aukið svigrúm í sköpunar-
verkinu. Vísu Þuríðar ætlar Sigurður sennilega orta af höfundi. Hvs., cxl-
cxliv. — Einar Ólafur Sveinsson er bundnari við sagnfræðina. Hann segir:
„Þó má telja ólíklegt, að hinir eldri söguritarar hafi falsað vísurnar, og til-
raunir manna til að færa líkur að því þykja mér ærið hæpnar.“ Ritunartími
íslendingasagna, 21, sbr. og 100.