Studia Islandica - 01.06.1993, Page 228
226
í Grettissögu er greint frá því, að berserkur nokkur að nafni
Snækollur skorar á Einar bónda að leggja upp við hann dóttur
sína eða verja hana ella, en „bóndi var þá af œskuskeiði ok
engi styrjaldarmaðr11.1 í Heiðarvígasögu er aftur á móti sagt
frá því, að heimamaður Barða að nafni Koll-Grís, hafi gætt
hrossa norðanmanna við Heiðarvígin, því að „hann var ekki
styrjaldarmaðr ok af oeskuskeiði var hann“.2 Ekki er um að
villast, að hugur höfundar Grettissögu hvarflar frá Koll-Grísi
til Snæ-Kolls, en einkunnir Koll-Gríss eru færðar á Einar
bónda. Af þessu má draga þann mikla lærdóm, að þeir sem
búa til þröngskorðaðar og þurrvísindalegar reglur um rit-
tengsl íslendingasagna að hætti nútíma sagnfræðinga og fylgja
þeim strangt eftir, fara villir vegar, því að þeir snerta ekki
kviku sagnanna.
Höfundur Grettissögu hefur sótt smíðarefni til beggja hluta
Heiðarvígasögu, en þó einkum, að því er virðist, til sögu
Barða. Það væri vissulega ómaksins vert að fara betur í saum-
ana á skyldleika sagnanna, en um hann má segja: Saga kvikn-
ar af sögu sem brandur af brandi. Þessi orð eiga við fleiri sögur
og ekki síst þá, sem á eftir fylgir.
Efnisatriði og orðalag taka af öll tvímæli um, að Hávarðar-
saga ísfirðings er snortin af Heiðarvígasögu. Hávarðarsaga er
ævintýri með góðum endi, sem leitar fanga í mörgum íslend-
ingasögum og gerir góðlátlegt gys að hetjubókmenntum með
því að láta hlutina standa á höfði eða setja þá í nýtt samhengi.
Sagan glymur af kunnum atvikum eldri íslendingasagna, og
margir víðfrægir kappar ganga þar ljósum logum. Augljós-
ustu tengslin við Heiðarvígasögu eru þau, að Þorbjörn á
Laugabóli býður Hávarði halta í sonarbætur hest, sem Döttur
heitir. „Hann er grár at lit, afgamall ok baksárr, ok hefir jafn-
an legit afvelta hingat til.“3 Fyrirmyndin er án efa sá viðburð-
ur í Heiðarvígasögu, þegar Víga-Styrr læst vilja gjalda Gesti
í föðurgjöld „hrútlamb eitt, grátt at lit, ullarrýjat, er eigi vildi
1 Grettiss., 135.
2 Hvs., 300.
•5
Hávarðar saga, 309; sbr. vísun nmáls til Hvs.