Studia Islandica - 01.06.1993, Side 40
38
miklu lengri og skilmerkilegri hjá Jóni, og auðsætt, að hann
hefur ekki farið eftir Eyrbyggju.'
í Eyrbyggju er sagt lauslega frá vígi Styrs og deilum Snorra
goða við Borgfirðinga. Sú frásögn er eins konar samantekt úr
Heiðarvígasögu og staðfestir endursögn Jóns. Sama máli
gegnir um atburðina í Hrossholti, þegar Snorri fer eftir líki
Styrs.
Þegar Snorri goði bjó vígsmálið á hendur Borgfirðingum,
safnaði hann liði og reið suður til Borgarfjarðar. Eyrbyggja
greinir frá því, að þeir Snorri „kómusk it lengsta suðr til
Hvítár, at Haugsvaði gegnt Boe“, og hafði Snorri goði fjögur
hundruð manna, en Borgfirðingar „meir en fimm hundruð
manna“.2 Hér er um stórt hundrað að ræða. Jón segir hins
vegar svo frá, að Snorri hafi komið „at ánni vestan fram við
Haugsenda", hafði Snorri að sögn Jóns átta hundruð manna,
en Borgfirðingar tólf hundruð.3
Af þessu er greinilegt, að Jón fer sínar götur, þótt hann hafi
haft Eyrbyggju við höndina, og merkilegt má það teljast, að
Jón bætir við í athugagrein um liðsfjölda Snorra í Eyrbyggju:
„og er það trúlegra en hinn mannfjöldinn.“ Jón hefur því
munað með vissu tölurnar í skinnbrotinu og heldur sig við
þær.4
Loks skal nefna, að Jón getur hvorki um helstu virðingar-
menn með Snorra í förinni að Hvítá né foringja Borgfirðinga,
en þeir eru nafngreindir í Eyrbyggju, eins og Jón víkur að í at-
hugasemdum sínum. Jón hefur ekki munað nöfnin, en samt
hyllist hann ekki til að sækja þau til Eyrbyggju, sem sennilega
byggir þar á Heiðarvígasögu. Eað hlýtur að vekja mikla tiltrú
á gildi texta Jóns, að hann gerir greinarmun á endursögn sinni
eftir minni og öðrum heimildum. Hann skilur sundur endur-
sögn sína og aðrar sögur.
1 Um þetta segir Jón Helgason: „Einn kafli hljóðar um atburði, sem líka er
skýrt frá í Eyrbyggj u, og kemur þar alt vel heim, en þó hefur Jón ekki notað
hana.“ Jón Ólafsson, 44.
2 Eyrb., 153-54.
3 Hvs., 239.
Heiðarvíga saga (Kálund), 34. — Hvs., 239 nmáls.