Studia Islandica - 01.06.1993, Side 92
90
Heiðarvígasögu. í slægvisku sinni er Þórarinn á Lækjamóti
líkastur Óðni eins og Njáll á Bergþórshvoli, líkindin með
borgarsmiðnum í Snorra-Eddu og berserkjunum, sem ryðja
Berserkjahraun, eru náin,1 og loks ganga friðarhugmyndir
Völuspár aftur í Heiðarvígasögu, eins og síðar verður á
drepið.
Ofanför er athyglisvert orð. Því bregður ekki fyrir í íslend-
ingasögum nema í Heiðarvígasögu, en sögnin aðfara ofan er
haft m.a. um guð, sem stígur niður af himni, og í þeirri merk-
ingu bindur hún vel saman ofanför Þórs úr reið sinni og fall
Þuríðar í Saxalæk. Útreið Þuríðar og ofanför virðast skír-
skota til Þórs, sem fer að heiman í reið sinni með Þjálfa til að
berja tröll í Austurvegi. Röð orða og hugmynda kemur fótum
undir slíka skýringu: Ofanför, Þuríður, grunnúðigur húskarl,
Eykgjarður, megingjarðir og loks atvikið við Saxalæk, sem
beinir huganum að þolraun Þórs í ánni Vimur. Með því að
skáld Heiðarvígasögu líkir athæfi Þuríðar við alkunn þrek-
virki Ása-Þórs, verður skopið smellið, háðið biturt og gagn-
rýnin hvöss. Áheyrendur hafa hvorki farið á mis við samlík-
inguna né erindið.
Þannig skilin verður hrakleg ofanför Þuríðar rökrétt afleið-
ing af hefndarfrýju hennar og vanstilli, en um leið sanninda-
merki um gildi ummæla Ólafs helga.
Barði fær svipaða höndlun hjá konungi og Þuríður hjá
Barða. Mæðginin eru of líkt skapi farin til að sýna hvort öðru
þolgæði. Tími forneskjunnar er brátt á enda með nýjum sið,
eins og ofanför Þuríðar táknar, og „kerlingin“ hverfur heim
„eigi órendi fegin“. Forneskjan er máttug í líki Þuríðar, en fer
samt halloka. Tími Þórs er á enda runninn
Augljóst er, að miklum örðugleikum er bundið að rök-
styðja á fullnægjandi hátt snertingu hinnar epísku frásagnar
Heiðarvígasögu við goðsagnir, en nokkurn stuðning hygg ég,
að þessar tilgátur fái hvorttveggja af heildartúlkun sögunnar
ogeigi síður af afstöðu 13. aldar manna til hinna heiðnugoða.
1 Sjá Harris: „The Masterbuilder Tale in Snorri’s Edda and Two Sagas“, 66-
101.