Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 39
37
gleymt um víg Styrs og hefndum eftir hann, sömuleiðis um
skipan efnis. En hann kveðst illa muna bæjanöfn og nöfn
manna, sem lítið koma við sögu.
Rækilegar rannsóknir, eftir því sem aðstæður leyfa, hafa
eindregið leitt í ljós, að mat Jóns á eigin verki standist í öllum
aðalatriðum, og þær athuganir, sem ég hef gert, benda hik-
laust til sömu niðurstöðu. Einkar athyglisvert er, að flestar til-
vísanir til ofangreindra söguheimilda snerta hugleiðingar Jóns
um nöfn manna og bæja, þar sem minnið var brigðult að eigin
sögn. t>ótt Jóni sé ljóst, að hann kunni að misminna, þá virðist
hann ekki seilast eftir nöfnum úr öðrum sögum til að fylla í
skörðin án þess að láta þess sérstaklega getið.
Engar sögur fara af Styr og vígaferlum hans utan Heiðar-
vígasögu, svo að Jón gat ekki tekið traustataki neinar frásagn-
ir um hann úr öðrum áttum. Undantekning frá þessu er Eyr-
byggja.
Berserkjaþátturinn er samferða í Heiðarvígasögu og Eyr-
byggju, og því er ekki loku fyrir það skotið, að frásögn Jóns
dragi dám af Eyrbyggju, en þess er að gæta, að hún sækir yrk-
isefni til Heiðarvígasögu og því ekki unnt að girða fyrir, að
skyldleiki stafi af því. Eftirtektarvert er, að sum atriði hjá Jóni
ganga beinlínis þvert á Eyrbyggju. Þannig segir hann Ver-
mund hinn mjóva búa á Laugabóli í ísafirði, en nefnir um leið
í athugasemd, að hann muni þetta fyrir víst, þótt Eyrbyggja
telji Vermund hafabúið í Hraunhöfn (þ.e. Bjarnarhöfn). Síð-
an bætir Jón við, að honum þyki sögn Eyrbyggju „trúlegri.“
Samt fellur hann ekki í þá freistni að fylgja henni. Fleiri dæmi
af þessu tagi mætti nefna, og hefur Björn M. Ólsen og fleiri
gert þessu og skyldu efni góð skil.1
Sumar frásagnir í Eyrbyggju líkjast útdrætti úr Heiðarvíga-
sögu, enda vafalítið teknar þaðan. Þannig er það um frásögn
Eyrbyggju afvígi Þorbjarnar kjálka, sem er hluti af berserkja-
þættinum. Þessar frásagnir eru nánast samsaga, en þó eru
engar orðalagslíkingar, efnismunur örlítill en frásögnin öll
Heiðarvíga saga (Kálund), 4. — Um íslendingasögur, 182 o.áfr. — Hvs.,
216.