Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 17
15
þessum misskilningi hefur leitt, að sögurnar hafa almennt ver-
ið taldar lítt túlkanlegar viðburða- og deilusögur án nokkurr-
ar meginhugmyndar. Engin íslendingasaga hefur þótt sanna
þessa eiginleika bókmenntategundarinnar gerr en Heiðar-
vígasaga, sem hefur fram að þessu verið álitin sannur fulltrúi
ómengaðrar lífsskoðunar norrænnar hetjualdar.1
Aldrei verður að minni hyggju lögð nógu rík áhersla á, að
höfundurinn og áform hans verða ekki sundur skilin, svo að
vit sé í. Vitund höfundar birtist í tilgangi ritverksins, höf-
undurinn lagar sögu sína að ætlun sinni og því betur sem hann
er meiri listamaður. Það má raunar merkilegt heita, hvað
fræðimenn, sem eigna „höfundum“ íslendingasögurnar, hafa
stundum verið tregir að veita þeim fulla aðild að verkum
sínum.2 Höfundurinn er annaðhvort skapari að verki sínu eða
ekki. Með „höfundi“ á ég við, að hann standi ekki aðeins utan
1 Andersson mælir víst fyrir munn flestra, þegar hann segir almennt um ís-
lendingasögur: „The saga is plane narrative with no vertical dimensions."
The Icelandic Family Saga, 32. Og í sama riti (148) verður honum að orði:
„Heiðarvíga saga is the purest example of a feud saga.“ Síðar breytti
Andersson um skoðun og lagði huglægan skilning í söguna, sem er annar en
sá, sem hér er gert ráð fyrir; sbr. „Displacement of the Heroic Ideal in Fam-
ily Sagas“, 575-593. Lönnroth auðkennir Heiðarvígasögu á svipaðan hátt
og Andersson með því að telja hana vera „a pure feud story with rather few
Christian overtones“. Njáls saga, 105.
Þetta hefur jafnvel komið fyrir Sigurð Nordal, sem allra manna mest hug-
leiddi hlut höfunda að verkum sínum. í hinni áhrifaríku Hrafnkötlurann-
sókn sinni frá 1940 lagði Sigurður Nordal vissulega áherslu á höfundinn og
skáldskapinn, en í útgáfu Borgfirðingasagna frá 1938 (/FIII) var höfundar-
hugtakið í meira lagi reikult. Af formála Sigurðar um Bjarnar sögu Hít-
dælakappa og Heiðarvígasögu mætti t.d. ráða, að höfundar sagnanna
hefðu í raun réttri verið tveir: munnmæli og höfundur. Sigurði Nordal varð
síðar ljóst, að hér væri ekki alls kostar rétt á málum tekið, því að hann vík-
ur sérstaklega að þessu í Hrafnkötluritgerðinni. Þar bendir hann á, að
útgefendur Fornritanna hafi enn sem komið er gert of mikið úr þætti munn-
mæla og sögulegu gildi, en höfundum ekki „eignað meira en minnst varð
komizt af með“. Sigurður boðar þar nýja stefnu í rannsóknum sagnanna,
kallar eftir minni fornfræði og að menn eigi að beina athyglinni að „hinum
lifandi kjarna sagnanna, leysa þær úr álagaviðjum rótgróinna hleypi-
dóma“. Sjá Hrafnkatla, 78. Þessi orð vil ég gera að mínum við rannsóknir
íslendingasagna.