Studia Islandica - 01.06.1993, Side 199
197
Þörf er rannsókna á eðli og útbreiðslu þessarar frásagnarað-
ferðar.
Einræður í sögum bera ósjaldan vitni um klerklega fyrir-
mynd eða lærdóm, sem getur að sjálfsögðu birst í fleiri
myndum. Einar Ólafur hefur t.d. bent á ákveðið orðatiltæki,
sem algengt sé í klerkaritum 12. aldar, hafi það komist inn í
íslendingasögur, en smám saman horfið þaðan á braut. Hann
á við, að títt hafi verið í latneskum ritum að nefna staði til
sögu með orðunum „in loco qui dicitur eða öðru því líku“,
sem þýtt hafi verið á norrænu „staðr heitir“, „í þeim stað er
heitir“ o.s.frv.1 í Heiðarvígasögu eru skýlaus dæmi um þessa
lærðu ritvenju, sbr. „þar sem heitir Þingeyrar“ í ræðu Þórar-
ins á Lækjamóti hér að framan.
Einar Ólafur hefur kannað tíðni og þróun þessa orðasam-
bands í nokkrum íslendingasögum og komist að svofelldri
niðurstöðu: „Auðséð er, að minna hefur kveðið að því á 13.
öldinni, en þó kemur það fyrir á strjálingi allt fram á 14. öld
(Finnbogasaga).“ Einar Ólafur tekur fram, að hann hafi ekki
gert tæmandi athugun á þessu orðfæri í sögunum, en eigi að
síður hugsar hann sér þá þróun, að í elstu sögum fari mikið
fyrir „in loco qui dicitur“, en fyrirbrigðið þverri stórum, eftir
því sem tímar líða, og þannig verði ritvenjan að gildu aldurs-
merki.2 En skyldi ekki Heiðarvígasaga vera snar þáttur í
þessu kenningakerfi? Lítum sem snöggvast á Fóstbræðra-
sögu. Þar er þessi lærða ritvenja ekki vandfundin:
Hann bjó á bœ þeim, er heitir at Jpkulskeldu.
Jyðurr hét maðr, er bjó á bœ þeim, er heitir á Skeljabrekku.
Kona hét Gríma, er bjó á bœ þeim, er í Qgri heitir.
Hon bjó í Einarsfirði, á þeim bœ, sem heitir á Langanesi.
Sigríðr hét kona, er bjó á þeim bœ, er at Hamri heitir.
En er konungr kom í Þrándheim í dal þann, er Veradalr heitir.3
Einar Ólafur hugði eins og flestir fræðimenn Heiðarvígasögu
og Fóstbræðrasögu vera nánast jafnaldra, en sú staðreynd, að
* Ritunartími íslendingasagna, 129.
3 Um Njálu, 69-70.
Fóstbr.s., 123, 126, 161, 225 (tvö dæmi), 260.