Studia Islandica - 01.06.1993, Side 58
56
af Snorra, og eru því að sjálfsögðu ekki í Helgisögu Ólafs.
Segir mér svo hugur um, að höfundur Heiðarvígasögu sæki
hugmyndir að orðum sínum til Snorra.
Við merkingargreiningu forneskjunnar má hafa, ef menn
vilja, nokkra stoð af Fóstbræðrasögu, Grettissögu og Bjarnar
sögu Hítdælakappa, sem allar hafa hvorttveggja þekkt og
stuðst við Heiðarvígasögu svo sem síðar verður á drepið.
Fóstbræðrasaga segir svo um þá fóstbræður, Þormóð og
Þorgeir, kappa Ólafs helga:
Meir hugðu þeir jafnan at fremð þessa heims lífs en at dýrð ann-
ars heims fagnaðar. Því tóku þeir þat ráð með fastmælum, at sá
þeira skyldi hefna annars, er lengr lifði. En þó at þá væri menn
kristnir kallaðir, þá var þó í þann tíð ung kristni ok mjpk vangijr,
svá at margir gneistar heiðninnar váru þó þá eptir ok í óvenju
lagðir.1
Hefndin er gneisti heiðninnar eða forneskjunn-
ar, og þeir fóstbræður hyggja jafnan meir að „fremð þessa
heims lífs en at dýrð annars heims fagnaðar“. Afstaða Ólafs
helga til Barða virðist vera mótuð af andúð á þeim hugsunar-
hætti.
Ólafur helgi var „ekki margr til Þormóðar í fyrstunni“ eftir
Grænlandsför hans, sem hann fór þó í orlofi konungs til
hefnda eftir Þorgeir, svarabróður sinn. Helst er að ráða af
Fóstbræðrasögu, að konungi hafi ofboðið, hversu Þormóður
var stórvirkur í hefndinni. „Eða hví draptu svá marga menn?“
spyr konungur.2 Honum hefur þótt Þormóður fara offari í
mannvígum líkt og Barði. En konungur tekur Þormóð í sátt,
enda voru ærnar arfsagnir til um það, að Þormóður skáld og
kappi Ólafs helga hefði fallið með honum á Stiklarstöðum.
Að mér læðist sá grunur, að þessi undarlegi tvískinnungur í
viðhorfi Ólafs helga til Þormóðar eftir Grænlandsförina sé
runninn undan rifjum Heiðarvígasögu.
Einn af handgengnum mönnum Ólafs helga var Björn Hít-
1 Fóstbr.s. ,124-125. — Sbr. Grettissögu: „En þó at kristni væri í landinu, þá
váru þó margir gneistar heiðninnar eptir.“ 245.
2 Fóstbr.s., 259.