Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 191
189
Pess er stundum getið í sögum, að eitthvað hafi verið öðru-
vísi en nú er, þ.e. þegar sagan var skrifuð, og tilfærir Einar
Ólafur frásögn úr Heiðarvígasögu meðal dæma:
Hesthgfði, er býr þar, er nú heitir at Stað í Skagafirði, hann er
frændi hans, hann tók með honum.1
Ljóst er, að setningatengsl eru stirð, eins og víða er raunin á
í sögunni, og 3. pers. fornafni er ofaukið í liprum stíl (þ.e.
Hesthöfði, frændi hans. . . . tók með honum), en hvað segir
þessi málsgrein um aldur? Með „at Stað í Skagafirði“ er átt
við Reynistað. Próun bæjarheitisins hefur sennilega verið
þessi: Reynines>Staður í Reyninesi>Reynistaður. Höfundi
hefur sennilega verið fullkunnugt um elsta nafn jarðarinnar,
en óvíst er, hvenær það vék fyrir yngra heiti. Einar Ólafur
gerir helst ráð fyrir „fyrra hluta 12. aldar“. Hann bendir og á,
að bæði í Sturlungu og biskupasögum sé bærinn ævinlega
nefndur „at Stað“ eða „at Stað í Reyninesi".2 Ég fæ ekki betur
séð en fyrrgreind umsögn í Heiðarvígasögu komi þess vegna
að Iitlum notum, og Heiðarvígasaga gæti eftir sem áður verið
samin, hvenær sem væri á 13. öld. Hins vegar er sýnt, að Heið-
arvígasaga sé samin eftir elstu nafnbreytinguna.
Einar Ólafur hefur ennfremur leitt hugann að þremur
menningarsögulegum frásögnum í Heiðarvígasögu, er varða
ýmist breytingar á landi eða siðum, eftir að sögur gerðust:
Þá var skógr mikill í Hvítársíðu, sem þá var víða hér á landi.3
Pá var brú á ánni (þ.e. Hvítá í Borgarfirði) uppi hjá Bjarnaforsi
ok lengi síðan.4
En þat var siðr, at lagðr var matr á borð fyrir menn, en þá váru
engir diskar.5
1 Hvs., 316.
Ritunartími Islendingasagna, 77-78.
3 Hvs., 294.
4 Hvs., 297.
5 Hvs., 276.