Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 31
29
alningur, og utanferðir Barða eru samfelld hrakfallasaga. Af-
staðan til söguhetjanna er mörkuð.
Skefjalaus vígaferli unna lesanda lítillar hvíldar, og hann
saknar þess, að höfundur Heiðarvígasögu skuli sjaldan gefa
sér tóm til að krydda frásögn sína með gamansemi eða kímni.
Grályndi og heift ráða ríkjum. Sagan er því undarlega snauð
að gleði og hamingju. Þar eru engar mannlýsingar svipaðar
Birni í Mörk eða Atla í Otradal. Petta er saga ofsa og illsku.
Iðuköst manndrápa eru þreytandi til lengdar, þegar gleðin á
sér lítinn þegnrétt í frásögunni, og það er ekki fjarri lagi að
ætla, að sá drungi, sem hvílir yfir sögunni, stafi af þungri
undiröldu siðrænnar alvöru.
Óskipta athygli hlýtur það að vekja, að Heiðarvígasaga
skýlir sér ekki að baki auðnu og örlaga til að skýra atferli og
endalok manna líkt og íslendingasögur leggja í vana sinn.1
fótt Heiðarvígasaga sé óskapaverk, hefur hún ekki á taktein-
um hamingju eða giftu til að útlista gang mála eins og Vatns-
dæla,2 flokkar menn ekki í gæfumenn og ógæfumenn líkt og
Grettissaga og beitir ekki reglu forlagatrúarinnar, „eigi má
sköpum renna“, svo sem Gíslasaga Súrssonar. Söguhetjur
Heiðarvígasögu eru á hinn bóginn sjálfráðar gerða sinna og fá
goldið að verðleikum fyrir athæfi sitt. Þær velja og hafna og
bera sjálfar ábyrgð.
Úr því að Heiðarvígasaga hefur svipmót hetjubókmennta,
þá er ekki úr vegi að sjá, hvernig hún fellur að söguefni hetju-
sagna.
Samsetning fullburða hetjusögu er hefnd, ást og dauði.
Kjarninn er hetjudauðinn, sem er ris frásögunnar og söguleg-
astur, því að þá er þrekraunin mest og þá fá menn það orð,
sem æ verður í minnum haft. Hin sanna hetja er drengur
góður. í Heiðarvígasögu horfir þetta öðruvísi við. Styrr er
verðugur aftöku, og hann er fáum harmdauði. Barði fellur
hins vegar í Miklagarði við góðan orðstír, en höfundur hirðir
^ Sjá m.a. Davíð Erlingsson: „Om öde och ödestro", 73-91.
R. Boyer: „Fate as Deus Otiosus in the Islendingasögur: A Romantic
view?“, 61-77.