Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 16
14
skemmta.1 Þótt fróðleikur og skemmtun séu nýt hugtök við
umfjöllun sagnanna, þá eru þau ekki öndverð í botni, þar sem
þau fela líka í sér erindi höfundar.
Að sönnu gæti markmið sögu verið hulið höfundi, ef hann
ætti að lýsa því. En hann er sífellt að endurgera veröld sína,
og það verk er liður í því viðfangi hans að ná með skilningsins
og þekkingarinnar krafti tökum á tilveru sjálfs sín og samtíðar
sinnar. Fyrirferð efnisþátta eins og fróðleiks og skemmtunar í
sögu er því fyrst og fremst leið höfundar til að koma heims-
mynd sinni til skila. Fræðimenn hafa yfirleitt ekki talið það
ómaksins vert að inna eftir því, hvað vaki í reynd fyrir höfundi
með verki sínu, því að kenningakerfið hefur ávallt svar á reið-
um höndum, og þá hefur valið yfirleitt staðið á milli sagnfræði
og skemmtunar. Menn hafa ekki í reynd skilið sig verulega frá
sagnfestunni, enda þótt stór orð hafi um hana fallið.
íslendingasögurnar eru sem bókmenntagrein epískar
hetjusögur, sem segja frá viðburðum og athöfnum manna á
söguöld, en þessi gamla skilgreining tekur ekki nægilega tillit
til þess, að hugmyndaheimur höfundar hefur hlotið að setja
mark sitt á sögurnar. Sagnfræðin hefur um of girt fyrir bók-
menntalegan skilning manna á þeim. Hin epísk-dramatíska
sögusýnd hefur fjarlægt höfundinn úr frásögninni, svo að
menn hafa talið sér trú um, að hann skeyti ekki um að koma
á framfæri skoðunum sínum á mönnum og málefnum. Af
1 Einar Ólafur Sveinsson segir svo um tilgang sagnagerðarinnar: „Sp0rger vi
sá om forfatternes intentioner ved de skrevne værker, skorter det os pá
udtalelser af dem, hvad í. angár. Men vi har visse indicier. Den skrevne isl.
litt. begynder med, hvad man kan kalde nyttige kundskaber, det næste sta-
dium er underholdende kundskaber, det sidste ren underholdning. De
ældste í. synes at være skrevet sá tidligt, at man máske ret nylig var indtrádt
i det andet stadium, og den kritiske, sandhedsspgende Ari er stadig det
store navn. Da man skred til den hðjtidelige handling at skrive den fðrste
í., synes meningen at have været at nedfælde kundskaber om fortiden —
kundskaber, man satte lid til — pá det varige pergament." Sjá „íslendinga-
sögur“, KLNM VII (1962), 503-504. Þessi orð spegla grundvallarhug-
myndir fræðimanna um tilgang og þróun sagnaritunarinnar, og vart þarf að
taka fram, að Einar Ólafur taldi Heiðarvígasögu að öllum líkindum elstu
fslendingasöguna, eins og síðar verður að vikið.