Studia Islandica - 01.06.1993, Side 214
212
jandabrag, og orðatiltæki vekja athygli. Um þau segir Björn
M. Ólsen:
Annars er höfundur stundum heppinn í þeim orðstefjum, sem
hann leggur persónum sögunnar í munn. Sum af þeim eru kjarn-
irt og smellin og eiga vel við efnið.* 1
Orðræðan er ekki utan gátta í sögunni, heldur lífrænn hluti
hennar og knýr hana áfram. Prýðisgott dæmi um það eru
orðaskipti kappanna í Heiðarvígum, sem fyrr segir. Þar eru
engin viðvaningstök, bæði orð og sverð bíta.
Bardaginn á Tvídægru í Heiðarvígasögu er í þróttmiklum
dramatískum hetjustíl, þar sem hver harmleikurinn rekur
annan. Kapparnir ganga ótrauðir fram úr fylkingum, kastast á
diguryrðum, berjast til þrautar og hirða minna um líf en hel.
Pegar list ristir ekki djúpt, er hermt frá bardögum bardagans
vegna, en svo er ekki í Heiðarvígum. Par eigast við vopn og
sálarlíf.2 Orð og athafnir birta á minnisstæðan hátt skaplyndi
og tilfinningar þátttakenda í miðjum hildarleiknum. Bardaga-
mönnum er lýst í bak og fyrir og orðahnippingar skerpa
myndina. Máttur hatrammra orðaskipta er ekki síðri að áhrif-
um en bit vopnanna. Átakanlegt dæmi um þetta eru orða-
skipti Barða og Þorbjarnar. „Troll, er þik bíta eigi járn,“ segir
Porbjörn, og er þá vísað til fyrri frásagnar sögunnar af steina-
sörvi kerlingar, fóstru Barða. Lát verður um hríð á atgangi
þeirra, en síðar gangast þeir að aftur, og tekur þá Barði upp
þráðinn að nýju og segir við Porbjörn: „Þú þykki mér troll, er
þú bersk svá, at af þér er fótrinn.“ Bardagalýsingin er fléttuð
inn í háðsyrðin, hnútuköstin eru ígildi vopnaviðskipta.
Fróðlegt er að fara hér nokkrum orðum um hlutverk Gefn-
ar-Odds til að sýna vinnubrögð höfundar.
Pórarinn á Lækjamóti gaf Barða það ráð að biðja Gefnar-
standard was set that could hardly be surpassed." „Intertexture" and its
Functions in Early written Sagas“, 127-145.
1 Um íslendingasögur, 208. Notkun Björns á orðinu „heppinn" sýnir afstöðu
hans til höfundar og sköpunarmáttar hans.
2 Sjá athuganir Ólafs Briem um bardagalýsingar: íslendinga sögur og nútím-
inn, 16-23.