Studia Islandica - 01.06.1993, Page 84
82
ur naumast dregin önnur ályktun en sú, að hin fræga brýning
Þuríðar við máltíðina í Ásbjarnarnesi þjóni öðrum tilgangi en
þeim einum að jafna sakir.
Þorgerður slæst í för með sonum sínum vegna þess, að þeir
þurfa brýningar við. Þetta má til sanns vegar færa. Ólafur pái
hafði komið á sáttum með Hjarðhyltingum og Laugamönn-
um, og hann kvað Kjartan ekki að bættari, þótt Bolli væri
drepinn. Af þeirri ástæðu lá í augum uppi, að Ólafssynir
myndu vera deigir til að ganga á gerða sætt föður síns og þar
að auki vega náfrænda sinn og fóstbróður. Þeir þurftu því vís-
lega á brýningu að halda. Öðru máli gegnir um Þuríði. Hún
ætlar að taka þátt í hefndarförinni með sonum sínum, „fyrir
því at eigi skal skorta til áeggjun, fyrir því at þess þarf við“.
Barði og föruneyti hans halda suður á Hvítársíðu til að vega
Gísla á Gullteig, sem er þeim á engan hátt vandabundinn.
Þessi orð Þuríðar eru ekki felld að innviðum Heiðarvígasögu,
heldur eru þau að öllum líkindum eftirlíking af ummælum
Þorgerðar, móður hennar.
í Laxdælu togast á ást og hefnd, en Heiðarvígasaga er ást-
laus hefndarsaga. Laxdæla deilir ekki á mannvíg í hefndar-
skyni, enda eru saklausir menn ekki af lífi teknir til að jafna
sakir. Þorgerður og Þuríður spegla tvenns konar viðhorf til
hefndarinnar. Þótt Laxdæla endi með leit Guðrúnar Ósvíf-
ursdóttur að syndaaflausn og sálubót, þá er hefnd Laxdælu
sjálfsagður hlutur þeirrar glæstu veraldar, sem söguhetjur
hennar lifa og hrærast í, en höfundur Heiðarvígasögu ber sig
á hinn bóginn eftir því að andæfa siðareglu hefndarinnar,
sem enn stjórnar verknaði manna þrátt fyrir trúskipti og
siðbót.
Einsýnt þykir mér, að hinn mikli munur á þeim mæðgum
stafi af ólíkri afstöðu höfunda til yrkisefnis. Heiðarvígasaga
kallar Þuríði „kerlingu“, slíkt háðsyrði um Þorgerði kæmi
höfundi Laxdælu aldrei til hugar. Vilji höfundar er annar í
Laxdælu en í Heiðarvígasögu. í því ljósi verður að skoða
frásögur af Þuríði og Þorgerði og raunar af þeim atvikum
öllum, þar sem sögurnar skarast.