Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 49
47
konungs og virður vel. Um Þorleik segir Laxdæla, að honum
„hafði gott orðit til fjár ok virðingar, því at hann hafði g<?rzk
handgenginn inum tignasta manni, Óláfi konungi11.1
Hirðmennskunni fylgir augljóslega auðna, ekki síst við hirð
Ólafs helga. Þegar Bolli Bollason, eftirlæti Laxdælu, gengur á
konungsfund, þá færist höfundur allur í aukana í lýsingu
sinni. Ólafur helgi býður honum að vera með sér og finnst
hann „mikit afbragð annarra manna“. Og er Bolli hyggst
hverfa á brott, þá þykir konungi það miður:
„Villtu ekki, Bolli, dveljask með oss lengr?“ segir konungr; „þœtti
mér hinn veg bezt, er þú dvelðisk með mér um hríð; mun ek veita
þér þvílíka nafnbót, sem ek veitta Þorleiki, bróður þínum.“2
En Bolli situr við sinn keip, vill ekki að svo komnu bindast
konungi á hendur. Fær Bolli orlof af konungi, sem verður að
orði, að sér þyki Bolli „hafa komit merkiligastr maðr af ís-
landi“ um sína daga.3 Svipað atlæti fá aðrir nafnkunnir íslend-
ingar við hirð Noregskonunga, svo sem Ólafur pái, Kjartan
sonur hans og Þorkell Eyjólfsson.
Viðhorf Ólafs helga til þeirra bræðra, Þorleiks og Bolla, er
allsherjardómur um manngildi þeirra og í fyllsta samræmi við
þaðorð, sem af þeimfer í Laxdælu. Ólíkari getanaumastverið
móttökur þeirra frænda, Bolla og Barða, þótt jafnræði sé með
þeim, hvað varðar kyn og atgervi. Ólafur helgi kennir saknaðar
við brottför Bolla, en vísar Barða hiklaust af höndum sér.
Grettir Ásmundarson er eini fornkappinn ásamt Barða,
sem brottrækur er frá hirð Ólafs helga. Grettir fer á fund
Ólafs helga til að hrinda brennumáli af höndum sér, og kon-
ungur ann honum þess að bera járn, en af skírslunni verður
ekki sökum ógæfu og þolleysis Grettis, sem slær í óvit pilt
einn, þegar undanfærslan átti að fara fram. „En miklu ertu
meiri ógæfumaðr en þú megir fyrir þat með oss vera,“ segir
konungur, þegar Grettir biður um hirðvist.4
1 Laxd., 207-208.
2 Laxd., 213.
3 Laxd., 214.
4 Grettiss., 134.