Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 240
238
uðáherslu. Heiðarvígasaga sækir hugmynd, en ekki atburð
til Ólafs sögu helga.
í annan stað er gaumur gefandi að myndhvörfunum hrút-
ur>Hrútur (sbr. hallur>Hallur) ásamt slátursögu, sem koma
fyrir í Ólafs sögu Snorra, en ekki annars staðar og gætu að
hluta til verið kveikja eða fyrirmynd að frýju Þuríðar. Ég tel
miklar líkur á, að Ólafs saga Snorra sé heimild Heiðarvíga-
sögu.1 Að sönnu er fangið ekki stórt, en það er þeim mun
mikilvægara, sem það felur í sér bæði hugarheim og framtíð-
arsýn höfundar.
Nú er komið að sögu, sem vegur þungt við tímasetningu
Heiðarvígasögu, en það er Laxdæla. Þegar rýnt er í hlutina,
kemur í ljós náinn skyldleiki með sögunum, þótt hann sé síður
en svo auðsær við fyrstu sýn. Vissulega eru margar sömu per-
sónurnar leiddar fram á sjónarsviðið og tæpt er á nákomnum
atvikum, en sögurnar reynast jafnan eiga furðu litla samleið,
hvort sem um er að ræða meðferð yrkisefnis, anda eða stíl.
Fyrir vikið hefur fræðimönnum missýnst. Þræðir liggja á milli
sagnanna, sem torvelt er að rekja, þótt gildir séu.
Björn M. Ólsen kvað ekki fastara að orði um tengsl sagn-
anna en svo, að Laxdæla hefði ef til vill notað Heiðarvíga-
sögu.2 Einar Ólafur var einnig varfærinn í þessum sökum og
hugði ýmis smáatriði kynnu að benda til þess, að höfundur
Laxdælu hefði þekkt Heiðarvígasögu.3 Flestir fræðimenn
telja þó einsætt, að Laxdæla hafi notað hana og skírskota
einkanlega til frýjuorða mæðgnanna Þuríðar og Þorgerðar.4
1 Ég vek athygli á tveimur skemmtilegum og skyldum frásögnum í Hkr. og
Heiðarvígasögu, þótt lítið verði lagt upp úr þeim, hvað varðar rittengsl.
Skyldleikinn liggur í hugsuninni. Þórir hundur hefur gerðir Ásbjarnar,
frænda síns, í flimtingum og kveður svo að orði: „Veit ek eigi, hvárt hann
hyggr, at Sel-Þórir myni í hverjum hólma fyrir vera.“ (Hkr. II, 198). í
Heiðarvígasögu tekur Gísli svo til orða: „Svá láti þér,“ segir hann, „sem
Barði muni koma undan hverri hríslu í allt sumar, ok hefir hann enn eigi
komit.” (Hvs., 295).
2 Um Islendingasögur, 202-04.
' Laxdœla, xxvii, xli.
4 Sbr. Heller: Die Laxdœlasaga, 107-108. —A.C. Bouman: „Patterns in old
English and old Icelandic Literature‘% 117-119.