Studia Islandica - 01.06.1993, Side 269
267
helgi Barða veturvistar við hirð sína og fellir sök á hendur
honum fyrir þrenns konar brot gegn boðorðum guðs, sem
ljúka upp sögunni. Ólafur helgi ber Barða á brýn forn-
eskju, sem í ummælum dýrlingsins verður tæplega skilin
öðruvísi en heiðnar siðvenjur eða „manndráp“. Þar að auki er
hann sakfelldur fyrir átrúnað, sem virðist merkja þá lífsaf-
stöðu að trúa á mátt sinn og megin eða með öðrum orðum á
sjálfan sig. Loks er Barði sökum borinn fyrir of mikið rið,
sem merkir „sveifla“ og er haft um þá hegðun manna „að fara
offari í gerðum sínum, sýna ofsa, en ekki stillingu“. í raun eru
þessi þrjú atriði grundvallarhugtök í íslendingasögum, sem
koma fram undir ýmsum heitum við ýmsar aðstæður.
Við brottvísun konungs verður Barði í raun utangarðsmað-
ur í samfélaginu og lýkur ævi sinni í Miklagarði, þar sem hann
gerir yfirbót, að því er ætla má, með því að vega heiðna menn
í þágu kristins konungs (þ.e. keisara). í þeim hernaði fellur
Barði og verður fyrir vikið sáluhólpinn. Hygg ég þar rætast
forsögn Ólafs helga, að nokkuð „mikilligt“ lægi fyrir honum.
Að byggingu greinist Heiðarvígasaga skýrt í tvo hluta, sem
hanga saman á bláþræði hefndarinnar, en lyktir söguhlutanna
vitna glöggt um vitund og vilja höfundar. í Miklagarði eru
bæði Gestur og Barði úr sögunni. Þar eru endar saman
hnýttir, dauðdaginn er endurskin ævinnar og goldið er að
verðugu. Sögunni er með þessum lyktum í útvirki hins kristna
heims léð veraldarsýn til yrkisefnisins.
Þuríður Ólafsdóttir, móðir Barða, er persónugervingur
hefndarinnar. Þessi höfðingjakona fær háðulega útreið, þegar
henni er steypt af fararskjóta sínum ofan í læk, þá er hún hyggst
slást í för með sonum sínum suður um heiði til hefnda. í frá-
sögninni af henni markar fyrir minnum hetjusagna og goð-
sagna, eins og reyndar víðar í sögunni. Það er líklegt, að Þuríð-
ur muni haft fyrir „Þór-ríður", þar sem ýmsar óbeinar vísanir í
textanum leiða hugann að Þórssögnum, enda kæmi slíkur skiln-
ingur mæta vel heim við hlutverk Þuríðar í sögunni.
Innri tími sögunnar er þrískiptur. Víga-Styrr er fulltrúi
fortíðar og heiðinna gilda, en Barði ber gunnfána samtíðar-
innar, sem trúir um of á mátt sinn og megin og vanrækir setn-