Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 167
165
um hlutum almennt gildi. Orð Eiðs eru forn og sönn lífsspeki,
ófriður sjatnar ekki, nema menn hafi taumhald á tungu sinni.
Svo segir í Hávamálum:
œrna mælir
sá er æva þegir
staðlauso stafi;
hraðmælt tunga,
nema haldendr eigi,
opt sér ógott um gelr. (29. er.).
Eiður hefur misst tvo sonu sína í Heiðarvígum, en samt er
„ráð at sættask“. Ekki kennir neinnar beiskju eða heiftar í
garð andstæðinganna, mannviska og stilling hvíla yfir orðum
hans og æði. Hann ber aðeins eitt fyrir brjósti: frið. Ósjálf-
rátt minnir Eiður á Þuríði Ólafsdóttur, sem hafði einnig að-
eins eitt í huga: hefnd, þ.e. ófrið. En Eiður beinir þó miklu
fremur athyglinni að sáttfýsi og góðgirnd Síðu-Halls eftir
Njálsbrennu, þegar hann leggur Ljót son sinn ógildan á al-
þingi og veitir mótstöðumönnum sínum „bæði tryggðir ok
grið41.1 Eiður og Hallur letja báðir „stórvirkja“. Mig grunar,
að Eiður eigi drjúgan hlut í Síðu-Halli.
Eftir víg Gísla á Gullteig, safnar Þormóður, bróðir hans,
liði og kemur við í Ási:
Þar var mannfátt heima, ok váru menn farnir á Vyllu, en hús-
karlar á verki. Eiðr sat at tafli ok synir hans tveir; annarr þeira
hét Illugi, en annarr Eysteinn. Þormóðr segir þau tíðendi, sem
orðin váru. Þá var brú á ánni uppi hjá Bjarnaforsi ok lengi
síðan. Eiðr fýsti ekki fararinnar, en synir hans grípa til vápna
sinna ok ferðask;2
í sögustílnum merkir aðfýsa ekki fararinnar „að leggjast gegn
förinni“. Afstaða Eiðs er sú sama og í Laxdælu, þegar hann
leitaðist við að telja Þorkeli Eyjólfssyni hughvarf. Eiður á það
sammerkt með Gesti Oddleifssyni og Njáli að sjá hlutina
fyrir, en fá eigi breytt framvindu mála. Höfundur Heiðar-
' Njála, 408, 411-412.
2 Hvs.,291.