Studia Islandica - 01.06.1993, Side 235
233
Það er viðbúið, að fleiri sögur styðjist við Heiðarvígasögu
en hér hafa verið nefndar.1 Talinn hefur verið upp einn tugur
sagna, sem vitnar um, að sagan hefur notið mikilla vinsælda
og breiðst út til allra landshluta. Hvorki vegalengdir né tor-
færur hafa teppt útbreiðslu sagnaritunarinnar. Leiðin var
greið milli bóka. Gengi Heiðarvígasögu hefur verið sýnu
meira á sagnaritunaröld en það varð síðar, og kann orsökin að
vera sú, að samtíðarmenn höfundar hafi skilið söguna öðru-
vísi en síðari tíma menn og því haft meiri mætur á henni.
Þessar athuganir ættu að færa mönnum heim sanninn um, að
Heiðarvígasaga hefur óspart miðlað öðrum sögum af auðlegð
sinni, viðburðum, mannlýsingumoghugmyndum. Merkilegra
er þó fyrir almennan skilning á sögunum og tilurð þeirra, að rit-
tengslin sýna glöggt handtök þeirra, sem skópu sögurnar, og
þau draga öll fram, að saga vex af sögu og skáld tekur við af
skáldi. Félagsleg og persónuleg sannindi eru í taumi skáld-
skaparins. Þessar athugasemdir hafa einnigleitt í ljós, að tíma-
setning íslendingasagna standi til bóta.
B. Sögur sem Heiðarvígasaga hefur þekkt og notað
Þær sögur sem Heiðarvígasaga hefur sótt efni og hugmyndir
til, eru að öllum líkindum þessar:
Þorvalds þáttur víðförla
Guðmundar saga dýra
Ólafs saga helga Snorra Sturlusonar
Laxdæla
Nú hefur Heiðarvígasaga verið skorðuð á annan veginn, þ.e.
síðari tímamörk greind (terminus ante quem), en eftir er að af-
marka hana á hinn veginn (terminus post quem), og er þá
Mér segir svo hugur um, að Finnboga saga ramma sé ein þeirra, sbr. 3. kap.
Finnbogi heitir framan af ævi Urðar-Köttur, og minnir þar með á Króka-Ref.
Á14. öld leita dýrasögur sér hælis í íslendingasögum. Áhrifin á nefndar sögur
koma fram m.a. í veiðiskap, umhverfi, búferlaflutningum og eiginleikum
sóguhetja. Einnig kemur til greina, að Hallfreðarsaga hafi þekkt
Hvs., eins og Bjarni Einarsson hefur bent á; sbr. Skáldasögur, 203-204.