Studia Islandica - 01.06.1993, Side 56
54
honum steinasörvi, sem bjargar lífi hans í Heiðarvígum. Sag-
an segir, að Álöf hafi verið
vitr mjpk ok kunni mart g$rla at sjá ok þeim vel viljuð, Guð-
mundar sonum; hon var fróð ok forn í skapi.1
í þessu sambandi mun forn lúta að þekkingu á fornum siðum
og er tæplega neikvæðrar merkingar, enda eru Álöfu valin
einkunnarorðin: Vitur og fróð. Álöf er fjölkunnug, en hún
beitir kunnustu sinni til góðs. Þar sem engar sögur fara af því,
að Barði sé fjölkunnugur, er eina tæka skýringin á forneskj-
unni bundin við annan tölulið að ofan, þ.e. ókristileg
verk, og má styðja slíka túlkun traustum rökum.
Ólafur helgi lætur svo ummælt, að Barði hafi „hitt í ngkkur
stórræði“. Eins og títt er í Heiðarvígasögu, kallast þetta orð á
við önnur orð og orðasambönd í sögunni. Þegar Þuríður,
móðir Barða, hyggst taka þátt í hefndarför sona sinna, verður
henni að orði:
„Því em ek í ferðina komin, at mik vættir, at síðr mun fyrir far-
ask npkkur stórræði, fyrir því at eigi skal skorta til áeggjun, fyrir
því at þess þarf við.“2
Ekki verða bornar brigður á, að stórræði merkja hér „mann-
dráp í hefndarskyni“. Ég get ekki stillt mig um að skírskota
einnig til Njálu, sem sækir oft til Heiðarvígasögu bæði um efni
og orðfæri. Síðu-Hallur segir við Flosa:
„Muntú þá þykkja rpskr maðr, þótt þú hafir hitt í stórræði þetta,
ef þú innir rpskliga af hpndum alla hluti.“3
Síðu-Hallur hefur vitaskuld Njálsbrennu í huga.
Það gefur því auga leið, að stórræði í máli Ólafs helga eru
mannvíg, sem verða af hefndum. Konungur á við
dráp Gísla á Gullteig og mannskaðann í Heiðarvígum.
Ólafur helgi kemst svo að orði um sjálfan sig, þegar hann
talar við Barða:
1 Hvs., 272.
2 Hvs., 279.
3 Njála, 423.