Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 217
215
og óvíst sé, að hann eigi afturkvæmt. Þvottur hans sé ekki
aðeins snyrting fyrir suðurför heldur hvorttveggja hreinsun og
skírn.
Þórdís á Bakkaer kölluðgefn, og er það Freyjuheiti.1 Auk-
nefnið kemur hvergi annars staðar fyrir í fornum sögum, og er
heitið bundið skáldamáli. Freyja snýr hugum manna til ásta.
Ekki fer fram hjá athugulum Iesanda, að Gefnar-Oddur hlýt-
ur í Heiðarvígum áverka á hvofti. í íslendingasögum bregður
orðinu einungis fyrir í Heiðarvígasögu, og er hér haft um
„munn og varir eða umgerð þeirra“. í öðrum fornum sögum
merkir orðið „kjaftur“, og virðist yfirleitt neikvæðrar merk-
ingar. Vera má, að frásagan af Gefnar-Oddi sé einungis hugs-
uð sem undirbúningur að dramatískum tilsvörum í miðjum
bardaga. Sagan greinir nákvæmlega frá því, hvar Oddur
særist, en þegir með öllu um sár Eyjólfs, enda gildir einu, hvar
hann hlýtur áverka. Bókstaflegur skilningur er vissulega nær-
tækastur, en sé gaumur gefinn að söguþræðinum: Gefnar-
Oddur — höfuðþvottur — meiðsl á hvofti, þá er ekki loku fyr-
ir það skotið, að þessi atriði kallist á og höfundur sé að leika
sér að þeirri hugmynd, að Oddur sé að taka út refsingu fyrir
að vera í tygjum við Gefn, enda beinist hirtingin að líkams-
hluta, sem hefur brotið af sér. Ég er helst á því, að áheyrend-
um hafi verið Ijós þessi tvíræðni sögunnar.2
Gefn slær brú yfir til annars merkingarsviðs eða goðsagna
og kveikir grun um, að þær séu víðar í sögugrunni. Þegar
Líklegt er, að hið goðkynjaða viðurnefni Þórdísar á Bakka gefi í skyn, að
hún hafi eigi verið við eina fjölina felld í ástamálum. í þessu sambandi er
vert að gefa því gaum, að hin heiðnu goð voru 13. aldar mönnum ekki lif-
andi trú, eins og nærri má geta, heldur táknmyndir öfugsnúinna hluta. í
Heiðarvígasögu er Þór ígildi forneskju og mannvíga, en í íslendingasögu
Sturlu Þórðarsonar er nafn Freys tengt hugleysi og skorti á karlmennsku,
eins og Guðrún Nordal hefur sýnt fram á. Sjá „Freyr fífldur", 271-294.
Skáldin beita hinum heiðnu goðum fyrir sig til að hœða og gagnrýna menn
og málefni samtíðar sinnar.
Ég nefni þetta einkum til íhugunar. Þess má geta, að bæði í heilagra manna
sögum (Heilagra manna sögur I, 246) og Sólarljóðum (50. er.) er á það
drepið, að laugarvatn sé nýtilegt við kynlífssyndum.