Studia Islandica - 01.06.1993, Page 238
236
vígasaga og Landnáma virðast t.d. hvor annarri óháðar. Þess
væri að vænta, að Heiðarvígasaga skildi eftir sig einhver um-
merki í Landnámabók Sturlu Þórðarsonar, en sú er ekki raun-
in á.1
Sigurður Nordal lét sér til hugar koma, að höfundur Heið-
arvígasögu hefði haft einhver fróðleiksbrot, sem ýtt hefði
undir ritun sögunnar, og til tók Sigurður „skrá um liðsmenn
Barða og mannfall í Heiðarvígum“.2 En erfitt er að færa sönn-
ur á það, eins og Sigurður benti sjálfur á, enda kæmi slíkt
kappatal að öðru jöfnu að litlum notum við aldursákvörðun
sögunnar.
Þótt lítt stoði við tímasetninguna, þykja mér efni standa til
að geta hér um Þorvalds þátt víðförla, sem sennilegt hjálpar-
gagn, þar sem þátturinn og Heiðarvígasaga segja frá líkum
atvikum og hvíla á sama hugsjónagrundvelli. Þorvaldur víð-
förli og Barði Guðmundarson eru náskyldir, frásögurnar ger-
ast um skeið í sama héraði, örlög þeirra eru ekki ósvipuð, og
síðast en ekki síst eru sögurnar að líkindum samdar á Þing-
eyrum eða í námunda við klaustrið. Hef ég áður dregið þetta
fram.
Fastara land er undir fótum, þegar Guðmundarsaga dýra á
í hlut. Hún er ein þeirra sagna, sem líklegt er, að eigi kyn sitt
að rekja til Þingeyra. Guðmundur gekk í klaustrið eftir Ön-
undarbrennu 1197 og lést 1212. Guðmundarsaga hefur komið
nokkrum sinnum til tals í þessari rannsókn, sem bendir til
skyldleika við Heiðarvígasögu. Einkanlega beinist athyglin
að frýju Guðrúnar Önundardóttur með sviðin að uppistöðu,
sem ég ætla beina fyrirmynd að hvöt Þuríðar. Þessar brýning-
ar eiga mikla samleið, enda þótt engin líkindi séu í orðalagi.
Guðmundarsaga er, ef að líkum lætur, skrifuð ekki löngu eftir
lát Guðmundar. Að vísu segir það ekki mikið um aldur Heið-
arvígasögu, en samt er það eigi með öllu gagnslaust. Frekari
1 Þóröur Jónsson í Hítardal jók Landnámugerð sína á 17. öld með skírskot-
un til sögu Víga-Barða. Sjá Björn M. Ólsen: Um íslendingasögur, 199-201.
Hvs., cxv.
2