Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 66
64
Ólafi helga dylst ekki, hvað bíður kappa sinna, Porgeirs og
Þormóðar, eða Þorkels Eyjólfssonar eða Grettis, svo að ein-
hverjir séu nefndir. Ólafur helgi segir við Barða:
„Ok mun nykkut mikilligt fyrir yðr liggja."
Lýsingarorðið mikilligr kemur ekki fyrir í öðrum íslendinga-
sögum en Heiðarvígasögu, en lætur á sér kræla í heilagra
manna sögum. Það sæmir Ólafi helga að varast stóryrði, og
hann grípur til úrdráttar (litotes), sbr. orðið óskaptíðr, sem
merkir í máli hans „viðurstyggilegur". Orðalagið nqkkut
mikilligt er sams konar stílbragð og felur í sér, að „stórfengleg
örlög“ bíði Barða.
Það er í sjálfu sér mikilligt að ljúka ævi sinni í Miklagarði,
en ég tel, að konungur hafi dauðdaga Barða í huga. Hann
deyr í landvarnarbaráttu fyrir kristið ríki og ver sinn konung.
Eftir skilnaðinn við Auði fer Barði úr Noregi:
ok lætr eigi af ferð sinni, fyrr en hann kom í Garðaríki, ok gekk
þar á mála ok var þar með Væringjum, ok þótti yllum Norð-
mgnnum mikils um hann vert, ok hgfðu hann í kærleikum með
sér. Ávallt er konungs ríki skal verja, er hann í leiðangri ok fær
gott orð af hreysti sinni ok hefir um sik mikla sveit manna. Þar
er Barði þrjá vetr í mikilli sœmð frá konungi ok yllum Væringj-
um. Ok eitt sinn, er þeir váru á galeiðum við her ok vprðu enn
konungs ríki, þá kom at þeim herr; gera nú bardaga mikinn, ok
fellr mjgk lið konungs, er við ofrefli var at brjótask, ok gerðu
áðr mgrg stór verk. Ok þar fell Barði við góðan orðstír ok hafði
drengiliga neytt sinna vápna til dauða.1
Það leikur ekki á tveim tungum, að Barði berst við heiðingja,
þótt það sé ekki tekið fram, enda hefði enginn á 13. öld farið
villur vegar um það efni, því að Mikligarður var víðfrægur í
sögum sem útvirki kristinna manna. Þótt sagan hermi, að
Barði hafi farið til Garðaríkis, er vafalaust átt við Miklagarð,
þ.e. gríska keisaradæmið en ekki rússneska konungdæmið,
þar sem Barði er á mála hjá Væringjum og fellur í sjó-
t
Hvs., 325.