Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 254
252
í ógáti skrifað Garðaríki og dregið það nafn af Garðskonungi.
Þannig mætti skýra pennaglöpin.
Hér verður látið staðar numið. Rannsóknin hefur leitt í
ljós, að ekki verður í efa dregið sökum líkinga í efni og máli,
að bein rittengsl séu á milli Heiðarvígasögu og Laxdælu. En
frávik eru líka ófá, og ræður þar mestu um misjafn tilgangur.
Höfundur Heiðarvígasögu hefur mótað sögu sína frá hinu
stærsta til hins smæsta, dvalið við þau atriði, sem hann vildi
leggja áherslu á og blásið lífi í þær frásagnir, sem honum voru
hugleiknastar. Þessi orð eiga vitaskuld einnig við Laxdælu.
Með því að gefa gaum að gagnstæðri breytni manna við
svipaðar kringumstæður má nálgast kjarna málsins.1 Hetjur
Laxdælu glitra stundum fyrir það eitt að sýna sig á sjónarsvið-
inu og vera til, reisn og hetjulund leiftrar af annarri hverri
málsgrein, en Heiðarvígasaga er samfelld saga um siðlausa
bardagamenn, sem ýmist kála aflvana og vopnlausum bænd-
um eða ríða um héruð í kvenfatnaði til að fara huldu höfði að
óhæfuverkum loknum. Heiðarvígasaga mælir gegn hefndar-
vígum og siðamati Laxdælu, en báðar sögurnar leggja áherslu
á það í niðurlagi sínu, að menn skuli hvíla í guðs friði. Ekki er
einsdæmi, að saga skrifi á móti sögu, eins og Njála gegn Ljós-
vetningasögu.2 Margháttaðar jöfnur og ójöfnur með Laxdælu
og Heiðarvígasögu verða í senn auðsærri og skiljanlegri, þeg-
ar menn hafa lífsskilning sagnanna í huga. Sögurnar skorða
hvor aðra í tíma.
Að svo búnu má draga eftirfarandi ályktanir: Laxdæla mun
vera samin um miðja 13. öld eða litlu síðar. Ekki löngu seinna
1 Hlutur Þórðar kattar, fóstra Snorra goða, er undarleg í sögunum. { Lax-
dælu vill hann vega Harðbein Helgason tólf ára að aldri, en Bolli Bollason
kemur í veg fyrir það. Sjá Laxdæla, 193. í Heiðarvígasögu hins vegar
hindrar Þórður, að Sveinn, sonur Þorsteins Gíslasonar, níu ára gamall, sé
drepinn. Um þetta er sagt í skýringum fslenskra fornrita: „Framkoma hans
við sveininn Harðbein, son Helga, stingur mjög í stúf við eðallyndi hans
hér.“ Hvs., 249 nmáls.
2 Sjá Einar Ólafur Sveinsson: Njála, xli. Andersson segir um Ljósvetninga-
sögu, að líta megi á hana í vissum skilningi sem „a political saga“. Sjá And-
ersson & Miller: Law and Literature in Medieval Iceland, 96.