Studia Islandica - 01.06.1993, Side 77
75
(C-gerð) er steinasaga, sem er lýsandi dæmi um þetta og vísar
til Heiðarvígasögu.
Þegar Guðmundur ríki er að leggj a á ráðin um að vega Þorkel
hák, mælir hann svo fyrir við Rindil, að hann skuli koma til
Öxarár, bæjar Þorkels, í vondu veðri og láta vesallega:
„Taktu steina ór lœk ok lát vera jafnmarga sem menn eru fyrir,
ok hefi ek þat til marks, því at ek ætla mér þangat."1
Rindill hlítir ráðum Guðmundar, fer til Öxarár og nefnist
Þórhallur, þ.e. Pór-Hallur. Merkingarfærslan er hér sú sama
og í Heiðarvígasögu: steinn : maður: Þór-Hallur. Sú spurning
vaknar, hvort forliðurinn Þór- feli ekki í sér hefnd, eins og
frásögnin af Þor-Steini Víga-Styrssyni bendir til. Meira um
það síðar.
Steinar voru helsta vopn manna á Sturlungaöld og steinkast
fyrir þær sakir ímynd ófriðar, sbr. ráðningu Más á draumi
Víga-Glúms, föður síns, „at hvárr ykkarr (þ.e. Þórarins á
Espihóli) mun ljósta annan illum steini, áðr létti.“ Er það sagt
vera fornkveðið mál.2
Steinar valda hvörfum í lífi Barða, og er skemmst að minn-
ast viðureignar þeirra Auðar í rekkjunni. Á leiðinni suður
gistir Barði með flokk sinn í Gnúpsdal. Þar er sonur Njáls
bónda fyrir. Sagan segir þannig frá:
Barði spyrr sveininn, ef hann hafi brýni npkkut. „Ek veit,“ segir
hann, „harðstein, er faðir minn á, ok þori ek eigi at taka.“ „Ek
mun kaupa at þér,“ segir Barði, „ok fá þér til tygilkníf.“ „Já,“
segir hann sveinninn, „hví mun ek eigi til ráða þá?“ Leitar harð-
steinsins ok fiðr ok selr Barða. Barði tekr við harðsteininum
Ljósv.s., 48.
Víga-Glúms s., 71. Sjá Halldór Halldórsson: Islenzkt orðtakasafn, 453.
Fyrir Bæjarbardaga 1237 er sagt frá því, að Hafliða nokkurn Höskuldsson
í Haugatungu hafi dreymt knattleik á Kolbeinsstöðum og séð gráklæddan
mann, sem nefnir sig Kár, ganga til leiks. Sá spyr, hví menn leiki ekki:
„Þeir kváðust engan hafa knöttinn. „Hér er,“ segir hann ok brá steini und-
an kuflinum ok laust einn til bana. Síðan tók hverr at öðrum þann stein —
ok börðust með, en allir fellu þeir, er fyrir urðu.“ Sturlunga saga I, 403.
Frásögn þessi er gott dæmi um tákngildi steinsins.