Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 78
76
ok tekr tygilkníf af hálsi sér, ok þokask þá nykkut steinas0rvit,
er hon hafði látit á háls honum kerlingin, ok þess verðr getit
síðar. Nú brýna þeir vápn sín.1
Ekki efast ég um, að aðalatriði þessarar frásagnar er að greina
frá því, hvernig steinasörvið, sem fóstra Barða gaf honum fyr-
ir förina (23. kap.), þokaðist úr stað og leiddi til þess, að Barði
skeindist einungis á hálsi í Heiðarvígum og hélt lífi.2
Þessa er getið hér, því að það er ekki loku fyrir það skotið,
að sumum áheyrendum hafi flogið í hug sú tvíræða merking,
að Barði hvessi vopn sín með harðsteini, þ.e. Halli, bróður
sínum. Sú brýning vopna væri ógnþrungin.
Að framan var á það bent, að frumefni eggjunar Þuríðar
væri fengið frá Guðmundar sögu dýra og Ólafs sögu helga eft-
ir Snorra Sturluson. En þar með er ekki öll sagan sögð. Frýja
Þuríðar hefur skírskotanir til Eddukvæða, eins og ritskýrend-
ur hafa reyndar fyrir löngu komið auga á. Sögnin að melta er,
eins og fram hefur komið, grunnorð í eggjun Þuríðar, og fer
naumast hjá því, að hún sé sótt til Atlakviðu. Þar verður
Guðrúnu Gjúkadóttur að orði, þegar hún matreiðir sonu sína
handa Atla Húnakonungi:
„melta knáttu móðugur
manna valbráðir."3
Annað dæmi um áhrif Eddukvæða á Heiðarvígasögu er hin
nána samsvörun við Hamðismál. Guðrún hvetur sonu sína,
Sörla og Hamði, til hefnda eftir dóttur sína, Svanhildi, og
bregðast þeir æfir við.
Gengu úr garði
görvir að eiskra;
liðu þá yfir ungir
úrig fjöll
mörum húnlenzkum,
morðs að hefna.
1 Hvs., 287. Skáletur B.G.
2 Hvs., 302.
3 Jón Helgason: Tvœr kviður fornar, 38. erindi.