Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 114
112
Þetta mat á Víga-Styr, sem er gamalt og gróið, tel ég vera á
misskilningi byggt. Endursögn Jóns Ólafssonar hefst, sem fyrr
segir, fyrirvaralaust á orðunum „Atli stóð í durum úti“ og
greinir því hvorki frá ætt hans né kynnir hann til sögunnar að
hefðbundnum hætti íslendingasagna. Eyrbyggja fyllir í skarð-
ið og lýsir þannig þremur sonum bóndans í Bjarnarhöfn:
Þorgrímr Kjallaksson bjó í Bjarnarhyfn, sem fyrr var sagt, ok
áttu þau Þórhildr þrjá sonu: Brandr var ellstr, hann bjó í Kross-
nesi við Brimlárhyfða. Annarr var Arngrímr; hann var mikill
maðr ok sterkr, nefmikill, stórbeinóttr í andliti, rauðbleikr á hár
ok vikóttr snimma, skolbrúnn, eygðr mjgk ok vel; hann var of-
stopamaðr mikill ok fullr ójafnaðar, ok fyrir því var hann Styrr
kallaðr.
Vermundr hét inn yngsti sonr Þorgríms Kjallakssonar; hann
var hár maðr, mjór ok fríðr sýnum; hann var kallaðr Vermundr
inn mjóvi.1
Elsti sonur Þorgríms Kjallakssonar er ekki riðinn við Heiðar-
vígasögu, en lýsingar yngri bræðranna, Styrs og Vermundar,
eru í samræmi við hana. Auknefnið styrr, sem merkir „ófrið-
ur“, hefur festst svo kirfilega við Arngrím, að það hefur bolað
burt skírnarnafni hans. Samt hefur samtímamönnum hans
eigi þótt nóg að gert, því að þeir lengja nafn hans enn frekar
og kenna hann til víga, og gengur hann í sögum ekki undir
öðru nafni en Víga-Styrr. Ekki man ég eftir sams konar
nafngiftarsögu einstaklings í fornum ritum, en með því að
tvítaka ófriðarmerkinguna í nafninu, birtist meginhvöt Víga-
Styrs, sem setur mark sitt á far hans og einkennir félagslega
afstöðu hans til annarra manna. í Eyrbyggju er hann á öðrum
stað sagður „vitr ok harðfengr“, og sagan bætir við litlu síðar,
að Styrr hafi verið „heraðríkr ok hafði fjplmennt mj^k; hann
átti spkótt við marga menn, því at hann vá m^rg víg, en bœtti
engi.“2
Að sögn Jóns Ólafssonar á Styrr að hafa látið þess getið í
1 Eyrbygggja, 21. — Skáletur B.G.
2 Eyrbyggja, 33.