Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 158
156
hans. Minnast má orða Davíðs konungs, þegar hann skirrist
við að láta félaga sína leggja hendur á Sál:
„Jöfn er sök mín fyrir Guði, að ég geri það, og þá að ég bjóða
einum hverjum öðrum.“'
í brennunni fellir Njáll þessi alkunnu orð:
„Trúið þér ok því, at guð er miskunnsamr, ok mun hann oss eigi
bæði láta brenna þessa heims ok annars.“2
Með þessa sannkristnu hugmynd að bakhjarli skýri ég enda-
lok Barða í Miklagarði, þegar hann fellur í bardaga við heiðna
menn. Manndráp horfa til píslna nema yfirbót hreinsi. Guð
hefnir eigi tvisvar hins sama.3 Brenna Njáls og fall Barða eru
syndahreinsun fyrir dráp saklausra manna.
Eins og fyrr segir, var Mikligarður á 13. öld helsta útvirki
kristninnar og áfangastaður pílagríma og krossfara á leiðinni
til landsins helga. Þótt Barði gangi á mála með Væringjum
keisarans og sé ekki krossfari í eiginlegum skilningi, þá er fall
hans sjálfsagt tengt þeirri viðurkenndu skoðun miðaldakirkj-
unnar, að þeir sem létust í bardögum við heiðingja yrðu fyrir
bragðið sáluhólpnir. Önd þeirra yrði fyrr komin til himnaríkis
en blóð þeirra væri kalt á jörðu.4 Skylt er að taka fram, að
Barði fer til Miklagarðs á ofanverðum dögum Ólafs helga,
1 Konungs Skuggsjá, 216.
2 Njála, 329.
3 Sjá Hermann Pálsson: Uppruni Njálu og hugmyndir, 51-52. — Siðaboð
Heiðarvígasögu minna stundum á Konungsskuggsjá, sem er kennslubók í
siðfræði. Á einum stað segir sú bók, þar sem hún ræðir um manndráp og
refsingu: „Og er honum betra hér að taka skjótar hefndir en kvöl og pínsl
utan enda, því að eigi hefnir Guð tvisvar hins sama og verður fyrir því kon-
ungs refsing gott verk og ástsemdar verk við alla þá, sem undir honum eru,
að hann vill, að sá, er fyrir refsingum verður, taki hér skamma pínsl fyrir
illskur sínar heldur en hann sé eilíflega týndur annars heims.“ Konungs
Skuggsjá, 203.
4 Sjá t.d. Sverriss., 42-43. — Sbr. og Knýtl.s.: „því at svá hafði páfinn fyrir
mælt ok heitit því af guðs hálfu, at hverr skyldi lauss af yllum syndum, þeim
er hann hafði til skripta borit, hvat sem hann hafði hent, þegar hann var
krossaðr til útferðar. Ok fyrri skyldi ynd hans í himinríki, en blóð hans væri
kalt á jgrðu, ef hann létisk í þeiri ferð.“ Danakonunga sggur, 273.