Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 216
214
mikit um hafa spillzk, ok þó kann vera, at eigi segir þú þetta
þinni vinkonu,“ ok hpggr til hans, svá at hann fekk mikit sár.1
Atburðirnir tala sjálfir sínu máli: Gefnar-Oddur er kappi
mikill, sem býr á Bakka með ekkjunni Þórdísi gefn. Hann
fylgir Barða til Heiðarvíga, særist og snýr aftur. Hugum nánar
að merkingu og framsetningu þessarar einföldu frásagnar.
Nokkra undrun vekur, að sagan skuli staldra við jafnlítils-
vert atvik og höfuðþvott Odds. Hugsanlega nægir að skýra
frásagnartöfina við þvottinn sem eins konar hvíld eða mót-
vægi við þeysireið Barða að Bakka til að skapa spennu. Með
öðrum orðum væri um hreint listbragð að ræða. En dvölin í
hraðanum hefur ef til vill hulda merkingu, sem síðari tíma
mönnum hefur skotist yfir.
Eigi er mér kunnugt um hliðstætt dæmi í fornum sögum um
höfuðþvott kappa fyrir bardaga, en athyglisverð laugun er í
Guðmundarsögu dýra. Þar segir frá því, að Arnþrúðarsynir í
Laufási séu ætlaðir til dráps eftir Önundarbrennu:
Þeir brœðr, Þorsteinn ok Snorri, bjuggust við lífláti, þógu hendr
sínar ok kembðu sér, sem til fagnaðar væri at fara.2
Arnþrúðarsynir vilja létta af sér syndabyrði og ganga hreinir
á fund drottins. Þótt aðstæður Gefnar-Odds séu aðrar en Arn-
þrúðarsona, þá er eigi fjarstæða að ætla, að höfuðþvotturinn
stafi af því, að Oddur sé að halda af stað í mannhættulega för
1 Hvs., 306. Meiðsl í orrustu eru til þess fallin að sýna hetjuhug kappanna:
„Ok í því hjó Hjarrandi til Helga, en hann brá við skildinum, ok hljóp af
sverðit í andlit honum ok kom á tanngarðinn, ok af vyrrina neðri. Þá mælti
Helgi: „Aldri var ek fagrleitr, en lítit hefir þú um bœtt.“ Tók hann þá til
hendi sinni ok sletti í munn sér skegginu ok beit á.“ Droplaugarsona saga,
164. Síðasta málsgreinin minnir mjög á atferli Starkaðar í Brávallabardaga:
„Ok eitt hpgg hpggr hon (þ.e. Vébjörgskjaldmær) á kinninaok sneiðsundr
kjálkann ok af hpkuna. Hann drap í munn sér skegginu ok beit á ok helt svá
upp at sér hpkunni." Skyþldunga saga, 67. Örkuml og ummæli Helga Drop-
laugarsonar minna nokkuð á Gefnar-Odd, en þess ber að gæta, að frásögn-
in af Helga er með öllu óundirbúin og hefur ekki dramatíska stígandi. Hún
er öll, þar sem hún er séð. Lýsingin á Helga sýnir aðeins stórkarlalegan
hetjuskap.
2 Sturlunga saga I, 198.