Studia Islandica - 01.06.1993, Page 257
255
höfði, eins og þekking og reynsla Ieyfa. Mergurinn málsins er
sá, að skiptar skoðanir um uppruna og erindi íslendingasagna
eru ekki af hinu illa, því að frjó umræða vitnar um, að þær séu
einhvers virði og okkur standi alls ekki á sama um þær. Hvað
sem öllum ágreiningi líður, þá liggja rætur íslendingasagna
svo víða eins og annarra góðra texta, að enginn einn skilning-
ur er sjálfgefinn. Hvert sjónarhorn opnar nýjar víðáttur. Ein
útlegging getur verið annarri sennilegri, en fyrir því þarf að
færa nýtileg rök. Með því hugarfari hef ég rýnt í Heiðarvíga-
sögu. En sögurnar eru ekki aðeins gjöfult lestrarefni, heldur
eru þær skærasta tákn þjóðarvitundar íslendinga um rétt sinn
og skyldur til menningarlegs og stjórnarfarslegs sjálfstæðis.
List fornsagnanna er að sama skapi mikil sem gildi þeirra er
fyrir íslendinga sem þjóð.
Oftsinnis hef ég farið fljótt yfir sögu og skammur aðdrag-
andi verið að niðurstöðunum. Sökum þess finnst mér, að les-
endur eigi nokkra heimtingu á, að ég skýri örfá meginatriði að
leiðarlokum og svari stuttlega mikilvægri spurningu: Hvaða
gildi hafa þessar niðurstöður um Heiðarvígasögu fyrir rann-
sóknir og almennan skilning á íslendingasögum?
Fyrst skal vikið lítillega að rannsóknaraðferðinni. Fáum
getur dulist, að ég hef farið öllu frjálslegar með hugtakið rit-
tengsl en margur vandaður fræðimaðurinn mundi telja for-
svaranlegt, jafnvel gengið svo langt að ætla gagnstaðlegar
frásagnir án náinna samsvarana í málsgreinum og orðfæri
styrkja frændsemi sögutexta. Þessa skoðun á rittengslum hef
ég fengið af langri reynslu við könnun á miðaldabókmennt-
um, þar á meðal á íslendingasögum. Petta eru „rittengsl“
skáldskaparins, ekki sagnfræðinnar. Að minni hyggju fer ekki
á milli mála, að íslendingasögurnar eru fyrst og fremst bók-
menntir, þar sem hugarflugið heldur um stjórnvölinn, þótt
langur vegur sé frá, að sagnfræðinni hafi skilyrðislaust verið
úthýst. Njáll hét maður, hann var Þorgeirsson og bjó að Berg-
þórshvoli. Ætla má, að þetta séu söguleg sannindi, en alnafni
hans í Njálu er undanbragðalaus skáldskapur. Víga-Styrr,
bóndi á Hrauni, hefur líklega riðið um Helgafellssveit um
siðaskipti, en hann er annar en sá, sem gengur undir hans