Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 152
150
um þar meira hlut, ok fór eptir málefnum. Nú má vera, at þeir
þykkisk ngkkut við oss eiga at roeða, er fyrr tóku leið af váru
máli. Nú viljum vér annars háttar svgr veita en þeir gerðu við
oss: bjóðum á vitra manna dóm ok góðgjarnra. Viljum vér svá
til lykða fœra várt mál at leggja þetta fyrir vára hgnd í þann
dóm, er vænst er, at bezt megi haldask ok sjatna mætti ófriðr-
inn.“'
Pað er ástæða til að ætla af því, sem á undan er gengið, að Þór-
arinn á Lækjamóti leggi Barða orð í munn, því að málflutn-
ingurinn er framhald af rökræðu Barða á fyrri þingum. Form
og stígandi ræðunnar leiða í ljós mannþekkingu og kunnáttu
til að sannfæra áheyrendur, málflutningurinn ber með sér
stillingu og sáttfýsi og sýnir töluverðan mælskuvott, orðin
yfirbót og andstefna eru nálæg klerkastíl. Barði reynir að
vekja samúð þingheims með sjálfum sér og málstað sínum,
hann hafi ekki átt annars úrkosta en að fara með ófriði í önnur
héruð til að reka harma sinna, því að hann hafi engra yfirbóta
átt að vænta fyrir frændur sína (þ.e. Hall, bróður sinn), hann
bjóði nú mál sitt á dóm vitra manna og góðgjarnra, mál sé að
ófriðurinn sjatni.
Barði kveðst hafa borið sigurorð af fjendum sínum og segir
„ok fór eptir málefnum.“ Hér er komið að höfuðatriði við
túlkun sögunnar. Er þetta í reynd skilningur höfundar? Féllst
hann á þann tvískinnung, sem fólst í því að tala um sættir og
frið, en búa jafnframt til vígsakir á hendur saklausum
manni?
Fað er grunnt á ofsa Barða. Sagan segir svo frá viðtökum
manna við ræðunni:
Þá svaraði Tindr: „Fjglmennri ert þú nú en hjá Dofansfjgllum.
Þykkisk þú nú eiga meira traust, en þá hafðir þú aðra fyrir þér.“
Barði svarar: „Þess minnir mik, at þú myndir þá koma í síðasta
lagi til þess fundar, er vér hittumsk, ok ganga eigi vel fram.“ Síð-
an bregðr Barði sverði, er hann hafði í hendi. „Þetta munt þú
kenna, er þér frændr hafið átt ok opt hefir gjarnan verit til lagzk,
ok er þat ókynligt, ok skgrð eru nú mgrg í, er brotnaði,
1 Hvs., 316. (Ljóspr. útg.).