Studia Islandica - 01.06.1993, Side 174
172
á Hvítanesi til handa Hgskuldi", sem eftir það hlaut auknefn-
ið Hvítanessgoði.1
Þessi frásögn hefur valdið fræðimönnum miklum heilabrot-
um, þar sem þeir líta jafnan á hana sem sannindi, enda þótt
söguleg rök styðji hana ekki. Varla verður lagður trúnaður á,
að Njáll hafi haft samfélagslega stöðu til að koma slíku goð-
orði á fót, til þess eins að Hildigunnur Starkaðardóttir tæki
bónorði Höskulds. Sjálft nafnið Hvítanessgoðorð er afar tor-
tryggilegt, þótt ekki væri nema fyrir þær sakir einar, að goð-
orð voru ekki staðbundin og þess vegna ekki kennd við staði.
Enginn veit, hvar Hvítanes hefur verið og engar sjálfstæðar
heimildir eru til um það utan Njálu.2
Af þessu má líklegt þykja, að Hvítanes sé skáldskapur og
haft í óeiginlegri merkingu, myndað líkt og Freysnes og Þórs-
nes og Kristnes. „Helgi trúði á Krist ok kenndi því við hann
bústað sinn,“ segir um Helga magra í Landnámu.3 Kristur hét
og Hvíta-Kristur, og er ekki um það að villast, að Hvítanes er
kjörið nafn á bústað Höskulds Þráinssonar, sem mælir við
dauða sinn líkt og Kristur: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi
yðr!“4 Höskuldi Hvítanessgoða er trúað fyrir siðaboði Hvíta-
Krists.
Þessa er getið hér, þar sem líkindi eru til, að sama eigi við
um Hvítanes og Gullteig, nefnilega að þessi örnefni séu bæði
skálduð táknheiti, sem bera uppi hugsjónir hins nýja siðar,
hugsjónir Krists og friðar.5 Gullteigur væri þá „sá teigur, þar
sem menn ganga óáreittir til daglegra starfa, friðarteigur“.
1 Njála, 246-247.
1 Sjá athugasemdir Einars Ólafs Sveinssonar: Njála, 247 nmáls.
3 Landnámabók. ÍF I (Sturlubók), 252.
4 Njála, 281.
' Ekki verður við Gullteig skilist án þess að vekja athygli á túlkun Einars
Pálssonar. Hann ber brigður á, að Heiðarvígin séu sagnfræðilega réttur at-
burður og gerir ráð fyrir, að „sannsögulegum atburði sé blandað í frásögn
af ritúali". Ræður hann það m.a. af stað Heiðarvíga og tölum særðra og
fallinna, sem taka þátt í bardaganum. Einar víkur einnig að því, að engar
sögur fari af hvorki Njáli búanda né bæ hans í Gnúpsdal, þar sem Barði
gisti með föruneyti sínu um nóttina, áður en hann lagði á heiðina suður.
Loks telur hann örnefnið Gullteigur benda til goðsagnar. Einar túlkar með