Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 82
80
ÞURÍÐUR:
ÞORGERÐUR:
1. Liðsafnaður
2. Máltíð
1. Reið til Tungu
2. Áminning
3. Framhvöt orða
4. Liðsafnaður
5. Útreið
6. Hefnd
3. Áminning
4. Framhvötorða
5. Útreið
6. Ofanför
Þessar brýningar eru þrátt fyrir mikla samsvörun merkilega
frábrugðnar hvor annarri, hvað snertir gerð, samhengi og
mannlýsingar. Frá listrænu sjónarmiði ber hvöt Þorgerðar af.
Efnisatriði hennar eru ofin saman í rökvíslega og hægláta stíg-
andi allt frá reið Þorgerðar með sonum sínum í Tungu og þar
til hún fer með þeim að Bolla Þorleikssyni og biður þá að
ganga á milli bols og höfuðs á honum í selinu. Frásagan öll er
óaðfinnanlegur hluti heildarinnar og áminning Þorgerðar er
einstök og hittir í mark, þótt bendingin sé ekki blóði drifin.
Þorgerður höfðar til þess, að Kjartan hafði náð eignarhaldi á
Tungu og lík hans flutt þangað eftir vígið.1 Þar bjó nú sjálfur
bróðurbaninn Bolli, sem gerði smán ættarinnar enn þungbær-
ari. Það er ekki tilviljun, að bærinn Tunga skuli vera áminning
um hefnd, hann er „tunga“ hefndarinnar, hann talar. Að lík-
indum hefur bæjarnafnið verið kveikjan að frásögninni um út-
reið Þorgerðar.2
Þorgerður og Þuríður eiga það sammerkt að vera ekki í
rónni, fyrr en þær hafa komið fram mannhefndum eftir syni
sína, en þær fara ærið ólíkt að. Stilling er aðal Þorgerðar, þótt
hún brýni að vísu raustina við syni sína. Hún er hefðarkona,
vitur og kæn í hefndinni, eins og förin í Tungu segir til um,
hún gætir jafnan sóma síns og kemur einbeitt fram vilja sínum
með hægðinni. Synir hennar sýna henni sonarlega lotningu,
og Halldór ber meira að segja sjálfan sig sökum, að hefndin
1 Laxd., 154.
2
Fyrir Flugumýrarbrennu 1253 bar þetta við: „Sá atburðr varð út í Fljótum
þetta sumar, at þat æpti í fjallinu, Tungufjalli, mikit stóróp, ok var hrinrillr
á eftir. Þat heyrðu menn nökkurum sinnum." Sturlunga I, 479.