Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 86
84
ek í ferðina komin, at mik vættir, at síðr mun fyrir farask
ngkkur stórræði, fyrir því at eigi skal skorta til áeggjun, fyrir því
at þess þarf við.“ Þeir láta þat mjgk munu bœta, at hon fari.
Ríða nú, þar til er þau koma fram at Faxalœk. Þá mælti Dagr:
„Þessi maðr er mannvitull, er þér fylgir, Þuríðr; hann hefir ekki
svá vel gyrt hest þinn, at þat myni duga; er þat skgmm mikil at
fá slíkt til fylgju við dugandi konur.“ „Gyrtu betr þá hestinn en
áðr er,“ segir hon, „ok fylg mér síðan.“ Hann tekr nú ok sprettir
gjgrðunum af hesti kerlingar, rekr þau bæði af baki í Faxalœk,
sem þeim var boðit; þar var Þuríði við engu meini hætt, ok grufl-
ar hon af lœknum. Þeir ríða nú í brott ok hgfðu hestinn með sér.
Hon ferr heim um kveldit ok húskarl hennar ok eigi órendi
fegin.1
Það má vel hugsa sér eins og Sigurður Nordal, að útreið Þur-
íðar sé kímilegt atvik eða líkt og Peter Hallberg, sem telur, að
hár införs alltsá ett rent farsmoment, nágot av en avspánning,
innan den egentliga aktionen tar sin början.2
En háðið og kaldhæðnin ber kímnina ofurliði. Með fláttskap
er Þuríður felld af hestbaki í læk einn eigi fjarri túngarði og
fararskjóti hennar frá henni tekinn. Þar er hún eftir skilin.
Svívirðingin er auðsæ. Barði vélar móður sína, sem er ósæmi-
legt hetju og syni. Hann sendir heimamenn sína, Ólaf og Dag,
móti henni þess erindis að „sœma“ hana, þ.e. sýna henni
sóma með því að ríða móti henni fagnandi, og þeim er álagt
að mæla við hana „sœmiliga ok fagrt“. Þessi orð ættu betur
við Þorgerði, enda er þetta tungutak Laxdælu. Viðskipti Þor-
gerðar og sona hennar mótast af auðsveipni og heilindum, en
Þuríðar og sona hennar af mótþróa og undirferli. Hamsleysi
Þuríðar á þar sjálfsagt hlut að máli, enda ekki fýsilegt að hafa
„kerlingu“ með sér í hættuför suður um heiði. En atferli
Barða við móður sína ber þrátt fyrir það eigi í bætifláka fyrir
1 Hvs., 278-279.
2 Hallberg: Den islándska sagan, 110. — Sjá athuganir M. Ciklamini: „Veil-
ed Meaning and Narrative Modes in Sturlu Þáttr“, 143-144 nmáls.