Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 179
177
fangsefni, sem margir hafa flaskað á, að minnsta kosti þegar
þeir reyna af ofurkappi að einskorða sögur við einn eða tvo
áratugi. Engin ástæða er til að rekja rannsóknarsögu aldurs-
greiningar íslendingasagna í þessu samhengi, heldur verður
nær eingöngu vikið að þeim atriðum, sem snerta Heiðarvíga-
sögu sérstaklega.1
P.E. Miiller Sjálandsbiskup varð fyrstur manna til þess að
fjalla í heild um fornsögurnar og tímasetja þær. Hann studdist
við fræðilegar röksemdir í anda rómantísku stefnunnar, taldi
Heiðarvígasögu lítt breyttar arfsagnir sögualdar og setti hana
hið næsta íslendingabók Ara fróða að ritunartíma og heimild-
argildi. Um Heiðarvígasögu kemst hann svo að orði: „Rime-
ligvis er denne Saga bleven tidligst nedskreven af alle dem, vi
have tilbage“, og hann tímasetti söguna til fyrra hluta 12.
aldar.2 Pótt ótrúlegt sé, þá gefur auga leið, að niðurstöðum
Múllers hefur ekki verið haggað, svo að sköpum skipti.
Enn er sami grundvallarskilningur á Heiðarvígasögu, enn
girðir hin forna skoðun um sannfræði íslendingasagna fyrir,
að sagan fái í reynd bókmenntalega könnun og enn er
rannsókn fræðimanna að mestu leyti bundin við að róta í
fornum fróðleik. Jafnvel þótt aldri Heiðarvígasögu hafi verið
þokað fram til aldamótanna 1200 og sú hugmynd hafi séð
dagsins ljós, að söguhöfundur hafi ef til vill ort sumar vísur
hennar,3 þá er ekki ofmælt, að Heiðarvígasaga hafi orðið að
nátttrölli strax við dagrenningu sögurannsókna í upphafi 19.
aldar.
Með almennri tímasetningu Heiðarvígasögu um 1200 festi
það viðhorf rætur meðal fræðimanna, að Heiðarvígasaga væri
einna elst allra íslendingasagna, og þar með varð sagan
jöfnum höndum sú undirstaða, sem almenn aldursgreining
1 Nýleg grein um þetta efni er eftir Jónas Kristjánsson: „Var Snorri Sturlu-
son upphafsmaður íslendingasagna?“ Þar reifar hann þá hugmynd, að
Snorri Sturluson hafi beinlínis skapað Islendingasögur með ritun Egilssögu
um 1230-1240, aðrar sögur séu því yngri.
2 Þessi orð eiga við Hvs. (þ.e. sögu Barða), Víga-Styrs saga var talin enn
eldri. Sjá Sagabibliothek 1, 49.
Hvs., cxl-cxliv.