Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 246
244
Þessar einkunnir eru í rökréttu samhengi við atburðarásina í
Laxdælu. Öðru vísi hagar til í Heiðarvígasögu. Þeir fóstrar,
Þórarinn og Barði, ræðast við:
„Þó hefir þú þar, fóstri,“ segir Barði, „sverð mikit um kné þér.“
„Hefir þú eigi sét mik hafa þetta vápn fyrr, hygginn ok glógg-
þekkinn?“ segir Þórarinn. „Svá er ok; eigi hefi ek fyrr haft.“'
Ef til vill eru lýsingarorðin, sem Þórarinn velur Barða, frá
Laxdælu komin, því að þau virðast vera í Heiðarvígasögu eins
og tíndir hagalagðar. Þessi athugasemd er leidd af því viðhorfi
að ætla frásögn, sem er kirfilega studd öðrum atvikum í fram-
vindu sögu, upprunalegri en þá, sem er rótlítil í samhengi sínu
eða jafnvel laus endi.
Fleiri líkingar í orðalagi má nefna. Þegar Bolli Þorleiksson
hefur verið særður til ólífis, kveðst Þorgerður Egilsdóttir,
„eigi spara þurfa at vinna ógrunsamliga at við Bolla“.1 2 Líkt
mælir Barði, þegar honum eru sögð tíðindin af vígi Gísla, sem
hann hafði sjálfur unnið: „Ekki lpstu vér þat, ok eigi þóttumk
ek allgrunsamliga unnit hafa.“3 Þetta sjaldgæfa orðasamband
er enn eitt merkið um frændsemi sagnanna.4
Mér dettur í hug, að frásaga Laxdælu af aðförinni að Helga
Harðbeinssyni hafi orðið höfundi Heiðarvígasögu harla
minnisstæð, einkum af því að Þorgerður húsfreyja lætur þar
að sér kveða á eftirminnilegan hátt, en einsdæmi mun það
vera í íslendingasögum, að konur gegni hlutverki hins ódeiga
foringja í hefndarför. Nefna má fleiri líkindi í orðavali. Har-
aldur konungur Gunnhildarson segir við Ólaf páa í Laxdælu:
1 Hvs., 280.
Laxdœla, 168; ógrunsamliga: oruggliga (Möðruvallabók).
3 Hvs., 302.
4 Þorgils skarði var veginn 1258 að Hrafnagili í Eyjafirði, og stóð Þorvarður
Þórarinsson fyrir vígi hans. Þorvarður flutti ræðu fyrir sveit sinni, áður en
hann reið að Þorgilsi og mælti m.a.: „Vil ek, at menn geymi, ef færi gefr
á, at bera þegar vápn á hann ok vinna at því ógrunsamliga, svá at hann
kunni eigi frá tíðindum at segja, því at þá er allt unnit, ef hann er af
ráðinn.“ Sjá Sturlunga saga II, 219.