Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 185
183
fyrirgefningin reynist máttugri en hefndin. í Heiðarvígasögu
takast á Þór og Kristur í formi hefndar og fyrirgefningar. Svo
er einnig háttað í Þorgils sögu og Hafliða. Hún segir frá því,
að Þórð Magnússon í Reykjaholti hafi dreymt draum og hafi
maður komið til hans af þingi. Síðan heldur sagan áfram:
Þórðr þóttist spyrja, ef nökkur deiluvænlig mál væri fram höfð
á þinginu.
„Þat er helzt nýlunda,“ sagði draummaðrinn, „at einn maðr
hefir tekizt á hendr at vinna í öllum búðum, sá er heitir Þórir
dritloki.“
Þórðr réð svá drauminn, at eigi myndi þar öll mál vel lúkast,
áðr sliti þinginu.1
Þórir dritloki er sá sem eflir ósætti og ófrið með
mönnum.2 Nafn hans er auðvitað táknrænt og vísar til Þórs og
forneskjunnar líkt og gert er í Heiðarvígasögu Hins vegar
þarf ekki að fara í grafgötur um, að Guðmundur Gríms-
son sé dulnefni og persónugervingur guðlegrar forsjónar.
Hann er, eins og nafnið bendir til, hin dulda hönd guðs, sem
vísar mönnum á hina einu leið, sem fæ'r er, til sátta og friðar.
Allt samhengi frásagnarinnar stuðlar að þessum skilningi.
Fyrirgefningin er „sigr“, segir Vatnsdæla.3
Dæmisaga Ketils er inngangur að boðskap Þorgils sögu og
Hafliða líkt og þrjú frumhlaup Þorsteins Styrssonar eru
lyklar, sem ganga að leynidyrum Heiðarvígasögu. Lengi var
nokkur ágreiningur um aldur Þorgils sögu og Hafliða, og var
hún talin frá 12. öld og eftir því sannsöguleg, en nú munu
^ Sturlunga saga I, 34.
Viðurnefnið er vandskýrt, en merkir líklega „sá, sem gengur örna sinna,
dritar, lýkur sér af“. Loki var rógberi ása, og því kæmi til greina, að auk-
nefnið vísaði til hans.
Þórir dritloki hægir sér í hverri búð. Merkingin er að sjálfsögðu yfirfærð.
Þórir egnir til ófriðar, hvar sem hann kemur. Málin verða „deiluvænlig“ á
þinginu. Auknefnið leiðir hugann að Eyrbyggju. Þar segir frá því, að Kjall-
eklingar hugðust ganga örna sinna á Þórsnessþingi og saurga þann helga
stað Þórs, en ekki í Dritskeri, eins og siður var, og þar með vildu þeir lægja
metnað Þórsnesinga. Sló þá í hinn harðasta bardaga með þeim og Þórsnes-
3 ingum. Sjá Eyrbyggju, 15-18.
Vatnsdœla, 15.