Studia Islandica - 01.06.1993, Side 47
45
verður tæpast vikist, þegar grennslast skal eftir dýpstu rökum
sögunnar og hvert túlkað orð verður að standa í réttu sam-
hengi til skilningsauka.
Sú kvöð hvílir á túlkanda að vera undanbragðalaust trúr
sögutextanum, ráða eftir bestu vitund í merkingu hans og
grafast fyrir um, eins og unnt er, hvernig sagan orkaði á hlust-
endur og samtíðina? Af líklegum viðtökum hennar má leiða
getum að áformi höfundar og ljúka upp bókinni.
1. Ummœli Ólafs helga
Ummæli Ólafs helga eru konungslykill að kistum Heiðarvíga-
sögu. Eftir Heiðarvígin sækir Barði og föruneyti hans á fund
Ólafs helga. Heiðarvígasaga segir svo frá:
Óláfr konungr inn helgi réð þá fyrir Nóregi; var hann í kaup-
bœnum. Barði gengr fyrir konung ok hans fprunautar, kvpddu
konung vel, sem sœmði, — „ok er á þá leið, herra,“ segir Barði,
„at vér vildim vera vetrgestir þínir.“ Konungr svarar á þá leið:
„Vér hpfum frétt til þín, Barði,“ segir hann, „at þú ert ættstórr
maðr ok mikill fyrir þér, ok þér eruð vaskligir menn ok hitt í
npkkur stórræði ok rekit harma yðvarra ok verit þó lengi fyrir,
ok þó hafi þér ngkkut forneskju ok þess konar átrúnað, sem oss
er óskaptíðr, ok fyrir þá spk, at vér hgfum þat svá mjgk frá oss
skilit, þá vilju vér eigi taka með yðr. En þó skulu vér vera vinir
yðrir, Barði,“ segir hann, „ok mun ngkkut mikilligt fyrir yðr
liggja. En þat kann opt verða, er menn hitta í slíka hluti, ok
verðr svá mikit rið at, ef ngkkut verðr við blandit forneskju, at
menn trúa á þat of mjgk.“ Þá mælti Barði: „Eigi er sá maðr,“
segir hann, „er ek vilda heldr minn vin er yðr, ok kunnu vér
þgkk þinna ummæla."1
Með því að Ólafur helgi gegnir engu hlutverki í Heiðarvíga-
sögu öðru en því að átelja Barða og athæfi hans að afstöðnum
Heiðarvígum, þarf ekki að fara í grafgötur um, að ummæli
konungs eru dómsorð sögunnar. Barði kallar þau „ummæli“
og kann „þökk“ þeirra.
Hvs., 322-323.
t