Studia Islandica - 01.06.1993, Qupperneq 183
181
um skilningi eru siðaboð Ólafs helga við Barða. Par við bætast
og hin fornu griðamál, sem tekin eru í heilu líki upp í Heiðar-
vígasögu. Þessi formáli sáttar og friðar er einn af lyklum sög-
unnar, eins og áður sagði, og speglar lífsskoðun höfundar og
friðarþrá.1
Ekki verður véfengt, að sumar fornar sögur séu réttnefndar
friðarsögur. Ein þeirra er Þorgils saga og Hafliða. Höfundur
hennar rekur þá sögu, hversu smámunir einir geta leitt til
þess, að höfðingjar landsins standa andspænis hver öðrum
gráir fyrir járnum á alþingi, svo að við liggur, að þingheimur
berjist. Almannaheill víkur fyrir sæmd einstaklinga, sem er
að steypa samfélaginu í glötun. En er allar sáttartilraunir
höfðu farið út um þúfur, þá gengur Ketill Þorsteinsson síðar
biskup á Hólum á fund Hafliða Mássonar og segir honum
„dæmisögu" af sjálfum sér, til þess að málin mættu ljúkast
með góðu. Saga Ketils er svo mikils verð í þessu samhengi, að
ég get ekki látið vera að geta hennar að nokkru. Dæmisagan
er gagntekin sömu hugsjón og Heiðarvígasaga. Ræða Ketils
er með þessum hætti:
„Vér óxum þar upp í Eyjafirði, ok var þat mælt, at þat lið væri
efniligt. Ek fekk ok þann kost, er beztr þótti vera, Gróu, dóttur
Gizurar biskups. En þat var mælt, at hon gerði mik eigi einhlít-
an.
Þat þótti mér illa, er þat var mælt, ok tilraunir váru gervar, ok
gengu þær vel. En eigi at síðr þótti mér illr orðrómr sá, er á
lagðist. Ok fyrir þat lagða ek fjandskap á manninn. Ok eitt sinn,
er vit hittumst á förnum vegi, þá veitta ek honum tilræði. En
hann rann undir höggit, ok varð ek undir. Síðan brá hann knífi
ok stakk í auga mér, ok missta ek sýnar at auganu. Þá lét hann
Guðmundr Grímsson mik upp standa. Ok var þat nökkut með
ólíkindum at því, sem mér þótti, —ek hafða tvau megin hans,
enda þótti mér vera mundu slíkr munr okkar í öðru.
Ok þess vilda ek greypiliga hefna með frænda afla ok gera
manninn sekjan. Ok bjuggum vér mál til. Ok þó urðu nökkurir
aflamenn til at veita honum at málunum, ok ónýttust mín mál.
1 Sjá um siðfræði hefndarinnar m.a. L. Lönnroth: Njálssaga, 143-148. Beck:
„Laxdæla saga — A Structural Approach", 398-401.