Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 87
85
hann. Gera hefði mátt ráð fyrir, að Barði og bræður hans
hefðu getað talið móður sinni hughvarf. En það hefði auðsjá-
anlega reynst vita gagnslaust. Framferði Þuríðar og meðferð
Barða á móður sinni er engin hetjusaga.
Heiðarvígasaga lætur þessi orð falla um húskarl Þuríðar:
„Hann er eigi nefndr, en svá er sagt, at hann mun grunnúðigr
vera.“ Lýsingarorðið grunnúðigr merkir „fávís, heimskur“ og
er stakorð í íslendingasögum. Ástæðan fyrir því, að húskarl-
inn er eigi nefndur á nafn, er auðvitað sú, að hann skiptir engu
máli öðru en því að vera fylgdarmaður Þuríðar og ímynd
grunnhyggni. En hrossi Þuríðar er meiri sómi sýndur. Hún
reið „hesti þeim, er þau kplluðu Eykjarð“. Það er athygl-
isvert, að í Heiðarvígasögu koma fyrir margir hestar, jafnvel
hinir mestu gæðingar, en þeir eru aldrei nafngreindir frekar
en almennt tíðkast í íslendingasögum. Þetta sýnir mikilvægi
hestsheitisins í Heiðarvígasögu, og vekur grun um, að eitt-
hvað búi undir.1
í íslenskum fornritum er heitið á hesti Þuríðar skýrt á þessa
leið:
Nafnið Eykjarðr virðist vera afbökun svo sem í gamni úr arðr-
eykr (sbr. arðruxi): hestur, sem hafður er til þess að draga plóg.2
Ekkert sambærilegt hestsheiti er til í íslensku, svo að mér sé
kunnugt um, og það dylst eigi, að örugg skýring er vandfund-
in. Búast hefði mátt við orðmyndinni Eykjarðr (þf.) í textan-
um, því að r-ið er stofnlægt í arður. Nafnið hlýtur að vera birt-
ing á afstöðu höfundar til þeirra atvika, sem hann segir frá,
blandin skopi eða háði. Heitið er auðsæilega afbakað, en ef til
vill má varpa ljósi á merkinguna í samhengi textans.
Barði leitar ráðs til að „létta á ofanfprna41 Þuríðar, þ.e.
koma henni greiðara af baki. Hann kallar á heimamenn sína,
Ólaf og Dag:
1 Táknrænt er heiti Fölska. Hann var hestur rauður, sem Sighvatur Sturluson
átti. Fyrir Örlygsstaðabardaga dreymdi Sighvat á Grund, að Fölski gengi
fyrir hann, kvaðst svangur og þyrstur og át fyrir honum matinn og diskinn.
Sturlunga saga I, 419.
Hvs., 278 nmáls. Skáletruðu orðin eru í heimild.