Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 237
235
Sagan hefur leitað til forns kveðskapar um efni, en óvíst er,
hvort hann hafi staðið á bók eða gengið í munni. Hitt er víst,
að um miðja 12. öld var enginn hörgull á skrásettum kvæðum
af margs konar tagi. Heiðarvígasaga hefur sótt föng til eddu-
kvæða, og má helst gera ráð fyrir, að höfundur hafi þekkt
Atlamál, Atlakviðu, Hamðismál og Guðrúnarhvöt, ekki
endilega öll, en einhver þeirra.1 Mér segir svo hugur um, að
höfundur hafi haft Völuspá og Hávamál að vegarnesti, þótt
þeim verði ekki fundinn staður í sögunni með óyggjandi lík-
ingum í orðalagi. Goðsagnir og lífsspeki eru í vefnaði sögunn-
ar. Heiðarvígasaga hefur auðvitað einnig haft not af drótt-
kvæðum kveðskap, hvort sem höfundur sækir hann til fyrri
nafngreindra skálda eða yrkir vísur sjálfur í sögu sína. En
þessar vangaveltur duga skammt til að ákveða ritunartíma
Heiðarvígasögu.
Ekki eru margar sýnilegar ritheimildir, sem unnt er að
nefna og liggur skýringin að hluta í eðli sögunnar. Heiðar-
Styrs kom Gestur að Mel, sagði Halldóri allt af létta og bað hann liðsinnis.
Halldór brást stórlega reiður við og bað Gest að dragast brott frá sínum
augum hið skjótasta, þar sem hann hefði drepið slíkan höfðingja sem Styr
var. Gestur verður fár við og heldur, að hann „muni þenkja sem hann talar,
en þat var þó reyndar eigi“. Er Gesti fenginn hestur á laun og kemst hann
við það undan til Borgarfjarðar. Hvs., 235-236. í íslendingasögu greinir frá
því, að Sturla Sighvatsson hafi slegið Þorvarð bónda í Miklagarði með öxi,
svo að Þorvarður féll „í óvit ok lá lengi sem dauðr“. Fyrir þetta hrakyrti
Sighvatur son sinn og hét honum brottför af Grund. Morguninn eftir segir
Sighvatur við Sturlu: „Ekki þykkir mér þetta svá illa sem ek læt, ok mun ek
um klappa eftir. En þú lát sem þú vitir eigi.“ Sturlunga saga I, 261-262.
Þessi frásaga af Sighvati hefur ef til vill borist höfundi Heiðarvígasögu í
munnmælum, því að ætla má íslendingasögu Sturlu yngri en Heiðarvíga-
sögu. Fyrirmynd að óvenjulegum samskiptum bræðranna Vermundar og
Víga-Styrs er helst að sækja til Sturlunga, sona Hvamm-Sturlu og Guðnýj-
ar Böðvarsdóttur.
Sjá hér að framan um frýjuorð Þuríðar Ólafsdóttur. Furðusýnir Þorbjarnar
Brúnasonar fyrir Heiðarvígin virðast runnin frá Atlamálum. Hvs., 290
nmáls; sbr. Einar Ólafur Sveinsson: Um Njálu, 120. Sjá einkum A. Hein-
nchs: „Beziehungen zwischen Edda und Saga. Zur interpretation zweier
Szenen aus der Heiðarvíga saga“, 17-26.