Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 57
55
„at vér hpfum þat (þ.e. „ngkkut forneskju ok þess konar átrún-
að, sem oss er óskaptíðr" (þ.e. ógeðfelldur)) svá mj<pk frá oss
skilit, þá vilju vér eigi taka með yðr.“
Hvað hefur Ólafur helgi frá sér skilið? Það er ekki vitað til
þess, að Ólafur helgi hafi verið fjölkunnugur á yngri árum,
a.m.k. þegja allar heimildir um það. Mig grunar, að höfundur
Heiðarvígasögu hafi haft miklar mætur á þeirri manngerð,
sem Sigurður sýr, stjúpfaðir Ólafs helga, svarar fyrir, stór-
bóndanum og friðarmanninum. Þegar Ólafur helgi hyggst
leggja undir sig allan Noreg, leitar hann liðsinnis Sigurðar,
sem flytur mikla ræðu á málstefnu þeirra. Þar segir Sigurður
m.a.:
„Eigi býr þér lítit í skapi, Óláfr konungr . . . þá, er þú vart lítt
af barnaldri kominn, vartu þegar fullr af kappi ok ójafnaði í pllu
því, er þú máttir . . }
Við sama tækifæri lýsir Ólafur helgi hernaði sínum erlendis
með þessum hætti:
„Hefir margr maðr fyrir oss, sá er saklauss hefir verit, orðit at
láta féit, en sumir lífit með.“1 2
Þegar á þettaer litið, merkir forneskjaí munni Ólafshelga
þá athöfn að vega saklausa menn, og hann kveðst hafa
látið af slíku., Víkingurinn og vígamaðurinn Ólafur Haralds-
son er týndur og tröllum gefinn, en orðinn dýrlingurinn Ólaf-
ur helgi og málsvari nýrra gilda. Barði speglar fortíð Ólafs,
sem hann hefur sagt algerlega skilið við, og Barði geldur þess.
Ræður Ólafs helga og Sigurðar sýr á málstefnunni eru samdar
1 Hkr. II, 45.
2 Hkr. II, 43.
Athyglisverður póstur er í Konungs Skuggsjá: „En það hefi ég séð, ef mað-
ur verður manns bani, að allir ráðvandir menn hafa hann síðan í styggleik
svo sem heiðinn mann. Oger það kallað mikil synd að drepa mann,
og tekur sá, er það gerir stórar skriftir og mikið meinlæti, áður en kristnir
menn vilji hann aftur taka í sína samneyzlu.“ Útg. Magnús Már Lárusson,
142-143.