Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 15
13
í réttarfari.1 Sögurnar reynast vera sundurleitari en margur
hyggur, hver saga er sínu marki brennd, og þarfnast þar af
leiðandi sérstakrar rannsóknar.
Eigi verður fyrir það synjað, að misjafnar og breytilegar
skoðanir á fornsögunum hafa leitt til þess, að mörg vönduð
fræðibókin hefur verið lögð til hliðar í minjasafn rannsóknar-
sögunnar.
Að sjálfsögðu vitum við núorðið um íslendingasögur
margt, sem verulegt hald er í, og hafa margir ágætir texta-
fræðingar og bókmenntafræðingar lagt þar mikið af mörkum.
Er það meira en svo, að talið verði í stuttu máli. En það fær
ekki hnikað þeirri staðreynd, að fátt er vitað til sanns um sög-
urnar, svo að fræðimenn hafa að vonum farið þá leið að reyna
að bæta úr hinum mikla þekkingarskorti með því að smíða
hugvitsamlegar kenningar sér til aðstoðar við að leysa þær
þrautir, sem að sækja í fræðunum. Skýlaus dæmi um þetta eru
allsherjarskýringar á þroskaferli og aldri íslendingasagna,
sem hafa um langan aldur geirneglt fræðin.
Meginkreddan hefur verið sú, að söguritunin sýni nánast
eftir settum reglum togstreitu sagnfræði og skemmtunar,2
birti þar með þróunarsögu íslendingasagna sem bókmennta-
greinar frá upphafi til enda og leysi um leið þá gátu, hver hafi
verið tilgangurinn með ritun hverrar sögu: að fræða eða
1 Sjá m.a. grein Guðrúnar Ásu Grímsdóttur: „Um sárafar í íslendinga sögu
Sturlu Þórðarsonar", 198-199 og tilvitnanir þar. Vísdómsleg er þessi at-
hugasemd hennar: „Alþekkt er sú aðferð kirkjunnar manna á miðöldum
sem fram kemur í helgisögum og ævintýrum að sögum er fléttað inn í aðrar
sögur til þess að skýra ákveðin siðaboð eða kenningar er skapa skyldu for-
dæmi um breytni manna. Það hlaut því að vera nærtækt veraldlegum vald-
höfum að gera eða láta gera sögur sem boðuðu athæfi sem þeir töldu æski-
legt, jafnvel ákveðnar lagagreinar og má Hænsa-Þórissaga teljast af slíkum
toga spunnin.“
2 Sigurður Nordal hefur víða í ritum sínum fjallað um baráttu sagnfræði og
skemmtunar í sagnarituninni, einkum í riti sínu Snorri Sturluson (1920) og
í útgáfu sinni af Egils sögu (lx): „Sögur voru sagðar til skemmtunar, eigi
síður en til fróðleiks. Þessar tvær stefnur togast á frá öndverðu, fara stund-
um hvor sína leið með sama efnið.“