Studia Islandica - 01.06.1993, Side 107
105
upp í hugann menn eins og Síðu-Hallur í Njálu og Ingimund-
ur gamli í Vatnsdælu. í þessu samhengi er fróðleg lýsing á
réttarvitund Brjáns konungs:
Brjánn konungr gaf upp útlggum sínum þrysvar ina spmu spk;
en ef þeir misgerðu optar, þá lét hann dœma þá at lpgum, og má
af þvílíku marka, hvílíkr konungr hann var.1
Atvik við dauða Brjáns konungs votta, að hann gengur á guðs
vegum. Hins vegar er mannhefndin, siður forneskjunnar, enn
viðurkennd refsing í samfélagi 13. aldar og jafnvel heimil í
vissum tilvikum að þjóðveldislögum.2 Sagan af Porsteini
Styrssyni og Gesti er að minni hyggju, þegar öllu er á botninn
hvolft, átök tveggja viðhorfa.
Prisvar fyrirgefur Gestur Þorsteini frumhlaup við sig, þrisv-
ar gefur Gestur honum líf og í ofanálag fé til fjörgjafar og
heimfarar. „í giftuleysi Porsteins Styrssonar að koma fram
föðurhefndum lýsir það sér, að Gestur hafði málaefni betri,“
segir Sigurður Nordal,3 og er það án efa rétt til getið, svo langt
sem það nær. Þegar Þorsteini mistekst að bana Gesti þrívegis
með þeim hætti, sem sagan greinir frá, þarf ekki að fara í graf-
götur um, að guð heldur verndarhendi yfir Gesti líkt og yfir
Davíð, þegar Sál vildi ráða hann af dögum.
Fyrirgefning Gests og örlæti ber heiftrækni Þorsteins ofur-
liði. Höfundur Heiðarvígasögu sýnir fram á með sögu sinni,
hvernig mjúklæti fyrirgefningarinnar vinnur bug á harðneskju
hefndarinnar, og samtímis bendir höfundur á þá leið, sem að
hans dómi er ein fær út úr vítahring mannvíga og ófriðar.
Höfundar íslendingasagna báru næmt skyn á mannanöfn og
örnefni og hagnýttu sér merkingu þeirra, ímyndaða eða upp-
runalega, við sagnagerð sína í miklu ríkara mæli en rannsak-
endur hafa almennt áttað sigá. „Svá er hverr sem heit-
i r .“4 Það er engum vafa undirorpið, að mörg mannanöfn eru
sniðin að lyndiseinkunnum og hlutverki nafnbera. Þetta atriði
1 Njála, 442.
Sjá Ólafur Lárusson: Hefndir.
3 Hvs., cxxviii.
4 Fóstbr.s., 249.