Studia Islandica - 01.06.1993, Blaðsíða 226
224
skín í gegn, og sýnir hann glöggt vinnubrögð höfundar Bjarn-
arsögu. Ég geri þessu ekki greinarbetri skil að svo stöddu, en
draga má fram lítið en skemmtilegt dæmi til að leiða í ljós,
hvernig málin eru vaxin.1
Björn Hítdælakappi er sagður vera á efsta degi lífs síns
brún-vglr, sem er afar fágætt orð og merkir „þung-brýnn“.
Lýsingarorðið ætla ég sprottið af hugrenningatengslum til
Þorbjarnar Brúna-sonar í Heiðarvígasögu. Hin andlega
starfssemi er þannig: Por-björn Brúna-son og Björn brún-
völur. Þetta er ekki hending, eins og ráða má af mörgum öðr-
um dæmum, þar sem leiftri slær á milli sagnanna. Rittengslin
lúta ekki reglum sagnfræði heldur skáldskapar.
Auðsætt er, að Grettissaga hefur leitað fanga til Heiðar-
vígasögu.2 Þótt frændsemi sagnanna hafi áður borið á góma,
þykir mér hlýða að gera henni frekari skil. í Grettissögu ber
fundum þeirra Grettis og Barða saman, og býðst Grettir til að
fara með honum suður um heiði til hefnda. Barði ber þessa
ósk Grettis undir fóstra sinn, Þórarin á Lækjamóti, sem gefur
engan kost á þátttöku Grettis. Til þess að jafna sakir sínar við
Barða situr Grettir fyrir honum og félögum hans, þegar þeir
ríða sunnan af Tvídægru eftir Heiðarvígin, en Grettir verður
frá að hverfa sökum ofurefli liðs. Er næsta fróðlegt að sjá,
hvernig höfundur Grettissögu vinnur, því að ég hygg hand-
brögð hans vera einkennandi fyrir íslendingasögur. Höfundur
spinnur og vefur. Grettir er alls ekki nefndur í Heiðarvíga-
sögu, en höfundur Grettissögu hefur ekki staðist þá freistingu
að leiða saman þessa landskunnu ofureflismenn úr sveitum
Húnaþings. í Heiðarvígasögu er nefndur Þorvaldur í Slétta-
dal, sem var „sterkastr maðr at afli fyrir norðan land“. Um
hann segir Þórarinn á Lækjamóti við Barða:
ekki skaltu hann kveðja til þessar ferðar, ok kemr til þess skap-
ferði hans.3
1 Um frekari aldursrök vísa ég til greinar minnar: „Aldur og einkenni Bjarn-
ar sögu Hítdælakappa", sem mun birtast í afmælisriti Jónasar Kristjánsson-
ar (1994). Ég hygg Bjarnarsögu yngri en Njálu.
2 Grettisxxvii-xxviii.
2 Hvs., 265.