Studia Islandica - 01.06.1993, Síða 48
46
Þegar Barði og félagar hans leita á fund konungs, þá þver-
tekur hann fyrir að bjóða þeim veturvist við hirðina. Þetta er
ekki einleikið, þar sem í hlut á mesti fullhugi Heiðarvíga-
sögu, sem hafði á snöfurmannlegan hátt rekið af sér og ætt
sinni slyðruorðið með því að leggja margan hraustan kapp-
ann að velli til að hefna bróður síns, svo að í minnum var
haft.
Ótal sögur fara af því, að Ólafur helgi taki yfirleitt vel við
nafnfrægum íslendingum, sem sækja á fund hans, því að við-
tökurnar eru táknræn staðfesting á því, að þar fari gildir og
gegnir menn. Barði er mikill fyrir sér og vasklegur maður að
áliti konungs, en þrátt fyrir það vill konungur ekki samneyta
honum. Hvað býr undir þessari afstöðu Ólafs helga til bar-
dagahetjunnar í Heiðarvígasögu?
Ferðir íslendinga á konungsfund eru, eins og flestir vita,
afar tíðar í fornsögunum, og þær eru margar hverjar svo
keimlíkar, að augljóst er, að tala má um þrálátar endurtekn-
ingar eða ritklif.
Laxdæla er víða í náinni snertingu við Heiðarvígasögu, eins
og leiddar verða líkur að síðar í þessari rannsókn, og af þeim
sökum er einkar fróðlegt að bera saman annars vegar viðtök-
ur Barða við hirð Ólafs helga og hins vegar frænda hans Bolla-
sona, Þorleiks og Bolla. Þannig er greint frá Þorleiki:
Fór Þorleikr útan um sumarit. Skip þat kemr til Nóregs; var þá
lands hyfðingi Óláfr konungr inn helgi. Þorleikr ferr þegar á
fund Óláfs konungs. Hann tók vel við honum ok kannaðisk við
kynferði hans ok bauð honum til sín. Þorleikr þekkðisk þat. Er
hann með konungi um vetrinn ok gerðisk hirðmaðr hans; virði
konungr hann vel. Þótti Þorleikr inn vaskasti maðr, ok var hann
með Óláfi konungi, svá at vetrum skipti.1
Þetta er hin alvanalega tilhaldslausa frásögn. Komumaður fer
á fund konungs, sem kannast við uppruna hans eða afrek
nema hvorttveggja sé og fagnar honum. Gesturinn reynist
vera hinn vaskasti maður og gerist oftar en ekki hirðmaður
t
Laxd., 205.