Studia Islandica - 01.06.1993, Side 241
239
Aftur á móti hefur aldrei hvarflað að nokkrum bókmennta-
fræðingi, að Laxdæla gæti verið eldri en Heiðarvígasaga og
þar fyrir veitandi hennar. Það þarf því ekki að ganga að því
gruflandi, við hvílíkan vanda er að etja, þegar færa skal hald-
góð rök fyrir slíkri afstöðu sagnanna.
Aðalpersónur eru hinar sömu í báðum sögum, og er þá saga
Barða Guðmundarsonar höfð í huga, en ekki saga Víga-
Styrs. Laxdæla segir frá Ólafi páa og Þorgerði Egilsdóttur
Skallagrímssonar, sonum þeirra, einkum Kjartani, og Þuríði,
dóttur þeirra, þar að auki sonum hennar, Barða og Halli
Guðmundarsonum. Sögurnar eiga fleiri söguhetjur sameigin-
legar, t.d. Snorra goða, Eið Skeggjason og Ólaf helga. Það
væri með ólíkindum, ef ekki kæmu til einhver áhrifatengsl
með öllum þessum frásögnum.
Þar sem fræðimenn hafa slegið úr og í með rittengsl Heiðar-
vígasögu og Laxdælu, er rétt að taka strax af skarið um það
efni. f því skyni má nota frásögn af Snorra goða. Hann tekur
fyrir ættvíg í Laxdælu, og hann stöðvar líka hefndarvíg í
Heiðarvígasögu. Snorri mælir svo í Laxdælu:
„œrit hefir komit fyrir víg Bolla, er Helgi var Harðbeinsson fyr-
ir goldinn; eru h0lzti mikil vandrœði manna áðr orðin, þó at
staðar nemi um síðir.“]
Snorra verður þessi orð á munni í Heiðarvígasögu:
„Eigi er þat, góði vinr, oerin eru nú orðin vandrœði með mqnn-
um, þótt hér nemi staðar.u2
Snorri goði mælir sömu orð annars vegar við Bolla Bollason í
Laxdælu og hins vegar við Þorgils Arason í Heiðarvígasögu til
þess að lægja vandræði með mönnum fyrir ófriðar sakir. Þessi
ummæli Snorra eru samkvæmt ýtrustu fræðakröfum órækur
V'tnisburður um bein rittengsl, en þau upplýsa ekki, hvor sag-
an muni vera veitandi oghvor þiggjandi. Um þaðsnýst málið.
Kunnasta sýnishornið um frændsemi sagnanna hefur ævin-
2 Laxdcela, 209.
Hvs., 314.